Enski boltinn

King vill ekki missa Redknapp

King með Redknapp og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
King með Redknapp og Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.
Ledley King, varnarmaður Tottenham, hefur beðið stjórann sinn, Harry Redknapp, um að gefa enska landsliðið upp á bátinn og halda áfram með sitt frábæra starf hjá Tottenham.

Eins og kunnugt er þá vilja flestir Englendingar fá Redknapp í starf landsliðsþjálfara og sjálfur hefur hann lengi talað um metnað sinn til þess að þjálfa landsliðið.

"Hópurinn okkar elskar Harry og vonandi verður hann áfram hjá okkur. Auðvitað er eðlilegt að hann sé orðaður við landsliðið en við myndum gjarna vilja halda honum," sagði King.

"Harry hefur náð ótrúlegum árangri með þetta lið. Við vorum á botni deildarinnar er hann kom til okkar og hann reif okkur strax upp. Hann hefur bætt liðið gríðarlega og veit hvað til þarf."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×