Enski boltinn

Tevez er klár í að spila með City á nýjan leik

Tevez og Mancini eru að verða vinir á nýjan leik.
Tevez og Mancini eru að verða vinir á nýjan leik.
Sambandið á milli Roberto Mancini, stjóra Man. City, og Carlos Tevez, leikmanns Man. City, er að þiðna og ekki loku fyrir það skotið að Tevez muni klæðast búningi félagsins á nýjan leik fljótlega.

Tevez sjálfur segist vera tilbúinn til þess að spila fyrir Man. City á nýjan leik en hann hefur ekki spilað fyrir City síðan í september.

"Það er mikið búið að ræða saman á bak við tjöldin og það hafa verið skynsamlegar viðræður á síðustu tíu dögum. Samskiptin eru orðin mun betri á báðum endum," sagði Paul McCarty, ráðgjafi Argentínumannsins.

"Carlos vill koma aftur og hann er ólmur í að spila fótbolta á nýjan leik. Mancini er búinn að opna hurðina fyrir hann á nýjan leik."

Tevez er mættur aftur til Englands og farinn að æfa eins og maður eftir að hafa legið á meltunni í heimalandinu síðustu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×