Enski boltinn

Eigandi Liverpool sagður hafa pantað afsökunarbeiðnir

Henry er búinn að fá nóg af skrípaleiknum í kringum sitt félag í vetur.
Henry er búinn að fá nóg af skrípaleiknum í kringum sitt félag í vetur.
John W. Henry, eigandi Liverpool, var ekki alls kostar sáttur við framkomu þeirra Luis Suarez og Kenny Dalglish á Old Trafford á laugardag. Báðir hafa beðist afsökunar á hegðun sinni.

Hermt er að Henry hafi skipað þeim báðum að biðjast afsökunar og talið er að þeir þurfi að passa sig því Henry muni ekki sætta sig við fleiri slíkar uppákomur.

"Það er enginn maður stærri en félagið. Það var nauðsynlegt að afsakanir kæmu frá félaginu eftir þennan leik," sagði heimildarmaður BBC sem sagður er koma úr eigendahópi félagsins.

Þegar er talið að framtíð Suarez hjá Liverpool hangi á bláþræði og margir spá því að félagið muni losa sig við hann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×