Enski boltinn

Engar viðræður hafa verið á milli Barcelona og van Persie

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd. / Getty Images
Sögusagnir um að Robin van Persie, leikmaður Arsenal, sé á leiðinni til Spánar eftir núverandi tímabil hafa verið á kreiki í fjölmiðlum að undanförnu. Josep Maria Bartomeu, varaforseti knattspyrnuliðsins Barcelona, hefur nú sagt frá því í spænskum fjölmiðlum að það eigi ekki við nein rök að styðjast.

Hollendingurinn er með samning við Arsenal til 2013 og spurning hvort hann semji til langs tíma við félagið eftir tímabilið eða leiti á önnur mið.

„Við höfum ekkert haft samband við Arsenal né umboðsmann leikmannsins," sagði Bartomeu í viðtali við spænska fjölmiðla eftir að Barcelona hafði lagt Real Sociedad af velli í gær.

„Þetta eru bara orðrómar sem skrifað er um í blöðunum. Núna er félagið bara að einbeita sér að þeim verkefnum sem framundan eru".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×