Enski boltinn

Bond: Endurkoma Luis Suarez hefur góð áhrif á Liverpool

Luis Suarez hefur lokið við að taka út 8 leikja keppnisbann. Liverpool mætir Tottenham í kvöld í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar.
Luis Suarez hefur lokið við að taka út 8 leikja keppnisbann. Liverpool mætir Tottenham í kvöld í mánudagsleik ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images / Nordic Photos
Kevin Bond, aðstoðarþjálfari hjá Tottenham, telur að endurkoma Luis Suarez í leikmannahóp Liverpool, verði til þess að stemningin á Anfield verði í hæstu hæðum þegar Liverpool mætir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Suarez hefur lokið átta leikja keppnisbanni sem hann fékk í desember.

Leikurinn hefst kl. 20.00 í kvöld og verður hann sýndur á Stöð 2 sport 2 og einnig á HD.

Staðan í deildinni:

Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði Suarez í átta leikja bann þar sem hann fundinn sekur um að hafa farið yfir strikið með niðrandi orðum um litarhátt Patrice Evra í leik gegn Manchester United í október á s.l. ári.

„Stuðningsmenn Liverpool verða án efa háværir þegar hann verður kynntur til leiks á ný. Suarez er frábær leikmaður og það er mikill styrkur fyrir Liverpool að fá hann aftur. Liðið hefur unnið þrjá góða sigra án hans," sagði Bond en hann hefur fengið aðeins stærra hlutverk á undanförnum vikum þar sem að Harry Redknapp knattspyrnustjóri liðsins hefur verið upptekinn í réttarsalnum vegna rannsóknar á meintum skattsvikum hans.

Liverpool er á góðri siglingu eftir tvo sigurleiki í deildarkeppninni gegn Wolves og Newcastle. Liðið er komið í úrslit deildabikarkeppninnar og Manchester United féll úr keppni gegn Liverpool í bikarkeppninni.

Tottenham lagði Liverpool á Andield, 2-0, þegar liðin mættust í deildinni á síðasta tímabili.

Louis Saha gæti leikið í fyrsta sinn með Totteham eftir að franski framherjinn var keyptur frá Everton í janúar.

Jermain Defoe, Rafael van der Vaart og Emmanuel Adebayor hafa allir átt við meiðsli að stríða í aðdraganda leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×