Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það kemur kannski ekki á óvart en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn í lið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni eftir góða frammistöðu hans með Swansea gegn West Brom um helgina.

West Brom komst yfir í leiknum en Gylfi jafnaði metin með afar snotru marki stuttu síðar. Hann lagði svo upp sigurmark sinna manna sem sóknarmaðurinn Danny Graham skoraði.

Gylfi var valinn maður leiksins af flestum miðlum í Englandi eftir leikinn og var verðskuldað í liði vikunnar, sem var tekið saman í innslagi hér fyrir ofan.

Lið vikunnar:

Markvörður:

Wayne Hennessey, Wolves

Vörn:

Silvain Distin, Everton

Michael Turner, Sunderland

Joleon Lescott, Manchester City

Miðja:

Alex Oxlade-Chamberlain, Arsenal

Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea

Juan Mata, Chelsea

Andrew Surman, Norwich

Sókn:

Theo Walcott, Arsenal

Kevin Doyle, Wolves

Robin van Persie, Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×