Enski boltinn

Taylor vill að Evra og Suarez heilsist fyrir leik

Suarez og Evra í leiknum fræga.
Suarez og Evra í leiknum fræga.
Sviðsljósið næsta laugardag verður á þeim Patrice Evra, leikmanni Man. Utd, og Luis Suarez, leikmanni Liverpool. Þá tekur Man. Utd á móti Liverpool á Old Trafford.

Suarez er nýbúinn að afplána átta leikja bann fyrir að vera með kynþáttafordóma í garð Evra.

Gordon Taylor hjá leikmannasamtökunum vill að leikmennirnir heilsist fyrir leik og bindi þar með enda á illdeilurnar.

"Vonandi gengur það eftir og leikmennirnir geta þar með lagt málið til hliðar og horft fram á veginn," sagði Taylor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×