Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2012 18:45 Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. Kostnaður ríkissins vegna sérhæfðralyfja hefur farið vaxandi síðustu ár. Lyfin sem um ræðir eru kölluð S-lyf og eru til að mynda notuð við slæmum gigtarsjúkdómum, krónískum sjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um tæpan milljarð á milli áranna 2011 og 2012 vegna lyfjanna. Þannig kostuðu lyfin á síðata ári um 4,5 milljarða en gert ráð fyrir að lyfin kosti ríkið í ár 5,3 milljarða. „Það hafa komið fram þessi öflugu líftæknilyf á undanförnum árum sem að eru í senn mjög virk gegn sjúkdómum en eru líka mjög kostnaðarsöm. Við höfum þurft að feta þennan stíg á milli þess að veita bestu meðferð annars vegar og hins vegar að gæta þess að spítalinn sé innan ramma fjárlaga," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Kostnaður við einstakar lyfjameðferðir getur verið mjög hár. Til að mynda sér spítalinn frammá að hefja á árinu dýrustu lyfjameðferðina sem boðið hefur verið upp. Hún kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða meðferð við mjög sjaldgæfum sjúkdómi sem hrjáir fáa Íslendinga. Einn af þeim sem fær lyfjameðferðina er ungur maður sem þarf að öllum líkindum á henni að halda ævilangt. „Mörg þessarra lyfja lækna ekki fullkomlega, því miður. Það þýðir það að þau halda sjúkdóminum niðri og þá þarf að halda meðferð áfram. Það er oft um ræða sjúklinga á miðjum aldri og þeir halda meðferðinni áfram svo árum skiptir, sem betur fer. En út frá kostnaði þá bætist sem sagt alltaf við," segir Ólafur. Óttast er að skera þurfi að skera niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar og jafnvel að svo fari að hætta þurfi einhverjum meðferðum á spítalanum. „Eftir því sem að tíminn líður þá munum við þurfa að fara í meiri og meiri forgangsröðun. Það er svolítið snúið núna ekki síst vegna þess að það er ekki eitthvað sem við getum gert ein hér á spítalanum. Við þurfum nána samvinnu við yfirvöld og að sjálfsögðu þá sem eru eigendur starfseminnar sem er að sjálfsögðu almenningur," segir Ólafur að lokum. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. Kostnaður ríkissins vegna sérhæfðralyfja hefur farið vaxandi síðustu ár. Lyfin sem um ræðir eru kölluð S-lyf og eru til að mynda notuð við slæmum gigtarsjúkdómum, krónískum sjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um tæpan milljarð á milli áranna 2011 og 2012 vegna lyfjanna. Þannig kostuðu lyfin á síðata ári um 4,5 milljarða en gert ráð fyrir að lyfin kosti ríkið í ár 5,3 milljarða. „Það hafa komið fram þessi öflugu líftæknilyf á undanförnum árum sem að eru í senn mjög virk gegn sjúkdómum en eru líka mjög kostnaðarsöm. Við höfum þurft að feta þennan stíg á milli þess að veita bestu meðferð annars vegar og hins vegar að gæta þess að spítalinn sé innan ramma fjárlaga," segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Kostnaður við einstakar lyfjameðferðir getur verið mjög hár. Til að mynda sér spítalinn frammá að hefja á árinu dýrustu lyfjameðferðina sem boðið hefur verið upp. Hún kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða meðferð við mjög sjaldgæfum sjúkdómi sem hrjáir fáa Íslendinga. Einn af þeim sem fær lyfjameðferðina er ungur maður sem þarf að öllum líkindum á henni að halda ævilangt. „Mörg þessarra lyfja lækna ekki fullkomlega, því miður. Það þýðir það að þau halda sjúkdóminum niðri og þá þarf að halda meðferð áfram. Það er oft um ræða sjúklinga á miðjum aldri og þeir halda meðferðinni áfram svo árum skiptir, sem betur fer. En út frá kostnaði þá bætist sem sagt alltaf við," segir Ólafur. Óttast er að skera þurfi að skera niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar og jafnvel að svo fari að hætta þurfi einhverjum meðferðum á spítalanum. „Eftir því sem að tíminn líður þá munum við þurfa að fara í meiri og meiri forgangsröðun. Það er svolítið snúið núna ekki síst vegna þess að það er ekki eitthvað sem við getum gert ein hér á spítalanum. Við þurfum nána samvinnu við yfirvöld og að sjálfsögðu þá sem eru eigendur starfseminnar sem er að sjálfsögðu almenningur," segir Ólafur að lokum.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira