Fylgja Norðurlöndunum við innleiðingu á nýjum lyfjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2012 14:00 Steingrímur Ari Arason er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Íslendingar stóðu á tímabili fremstir þjóða við innleiðingu á nýjum sjúkrahússlyfjum. Hins vegar hefur krafa á aðhald í rekstri heilbrigðiskerfisins aukist að undanförnu og nú er svo komið að Íslendingar reyna að fylgja hinum Norðurlöndunum við innleiðingu á lyfjunum. Þetta segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Vísi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér á Vísi í gær að kostnaður ríkisins vegna sérhæfðra lyfja hefur farið vaxandi síðustu ár. Lyfin sem um ræðir eru kölluð S-lyf og eru til að mynda notuð við slæmum gigtarsjúkdómum, krónískum sjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um tæpan milljarð á milli áranna 2011 og 2012 vegna lyfjanna. Þannig kostuðu lyfin á síðasta ári um 4,5 milljarða en gert ráð fyrir að lyfin kosti ríkið í ár 5,3 milljarða. Steingrímur Ari segir að þessi kostnaðaraukning komi einkum til af tvennu. Annars vegar af því að lyfin sem koma ný inn á markaðinn séu dýr. Hins vegar að notendahópurinn stækki sífellt fyrst eftir að lyfin koma á markaðinn. „Með þessum lyfjum eru menn að ná griðarlegum árangri og auka lifun manna og jafnvel möguleika til atvinnuþátttöku. Þannig að í ákveðinn tíma eftir að þau eru tekin upp eru að bætast notendur í hópinn alveg þangað til fólk fellur frá," segir Steingrímur Ari. Vegna efnahagssamdráttar og aukinnar aðhaldskröfu í heilbrigðiskerfinu hefur viðmiðum fyrir notkun á nýjum lyfjum verið breytt lítillega, að sögn Steingríms Ara. „Það var auðvitað hér áður fyrr að menn voru í einstaka tilvikum að ríða á vaðið og við vorum brautryðjendur í innleiðingu nýrra lyfja en í ljósi þessara aðhaldsaðgerða má segja að menn hafi tekið það skref að við værum að fylgja Norðurlandaþjóðunum," segir Steingrímur Ari. Eftir sem áður verða innleidd mörg kostnaðarsöm lyf. „Og við sjáum fram á að óbreyttu að það verði mikil auking í kostnaði vegna þessara sjúkrahússlyfja og í einhverjum skilningi má halda þvi fram að sá vöxtur sé ekki sjálfbær. En hann er þá heldur ekkert sjálfbær fyrir þær þjóðir sem við erum að miða okkur við. Þannig að í þeim skilningi er þetta auðvitað alþjóðlegt vandamál. Menn hafa svo velt því upp hvort við séum komin i þá þrönga stöðu að við þurfum að breyta þessum viðmiðunarreglum og það kallar þá á pólitíska stefnumörkum og menn veigra sér við því," segir Steingrímur Ari. Tengdar fréttir Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. 7. febrúar 2012 18:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Íslendingar stóðu á tímabili fremstir þjóða við innleiðingu á nýjum sjúkrahússlyfjum. Hins vegar hefur krafa á aðhald í rekstri heilbrigðiskerfisins aukist að undanförnu og nú er svo komið að Íslendingar reyna að fylgja hinum Norðurlöndunum við innleiðingu á lyfjunum. Þetta segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Vísi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér á Vísi í gær að kostnaður ríkisins vegna sérhæfðra lyfja hefur farið vaxandi síðustu ár. Lyfin sem um ræðir eru kölluð S-lyf og eru til að mynda notuð við slæmum gigtarsjúkdómum, krónískum sjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um tæpan milljarð á milli áranna 2011 og 2012 vegna lyfjanna. Þannig kostuðu lyfin á síðasta ári um 4,5 milljarða en gert ráð fyrir að lyfin kosti ríkið í ár 5,3 milljarða. Steingrímur Ari segir að þessi kostnaðaraukning komi einkum til af tvennu. Annars vegar af því að lyfin sem koma ný inn á markaðinn séu dýr. Hins vegar að notendahópurinn stækki sífellt fyrst eftir að lyfin koma á markaðinn. „Með þessum lyfjum eru menn að ná griðarlegum árangri og auka lifun manna og jafnvel möguleika til atvinnuþátttöku. Þannig að í ákveðinn tíma eftir að þau eru tekin upp eru að bætast notendur í hópinn alveg þangað til fólk fellur frá," segir Steingrímur Ari. Vegna efnahagssamdráttar og aukinnar aðhaldskröfu í heilbrigðiskerfinu hefur viðmiðum fyrir notkun á nýjum lyfjum verið breytt lítillega, að sögn Steingríms Ara. „Það var auðvitað hér áður fyrr að menn voru í einstaka tilvikum að ríða á vaðið og við vorum brautryðjendur í innleiðingu nýrra lyfja en í ljósi þessara aðhaldsaðgerða má segja að menn hafi tekið það skref að við værum að fylgja Norðurlandaþjóðunum," segir Steingrímur Ari. Eftir sem áður verða innleidd mörg kostnaðarsöm lyf. „Og við sjáum fram á að óbreyttu að það verði mikil auking í kostnaði vegna þessara sjúkrahússlyfja og í einhverjum skilningi má halda þvi fram að sá vöxtur sé ekki sjálfbær. En hann er þá heldur ekkert sjálfbær fyrir þær þjóðir sem við erum að miða okkur við. Þannig að í þeim skilningi er þetta auðvitað alþjóðlegt vandamál. Menn hafa svo velt því upp hvort við séum komin i þá þrönga stöðu að við þurfum að breyta þessum viðmiðunarreglum og það kallar þá á pólitíska stefnumörkum og menn veigra sér við því," segir Steingrímur Ari.
Tengdar fréttir Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. 7. febrúar 2012 18:45 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. 7. febrúar 2012 18:45