Enski boltinn

Morrison í vandræðum vegna skrifa á Twitter

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Táningurinn Ravel Morrison er aftur búinn að koma sér í klípu vegna færslu sem hann skrifaði á Twitter-síðuna sína. Þar gerir hann lítið úr samkynhneigðum.

Færslunni var síðar eytt en samkvæmt enskum fjölmiðlum var hún svohljóðandi: „Crack head ? Go suck out u little faggot your a guy that talks if u see me you try slap me I'm in manchester every week."

Var hann að svara öðrum Twitter-notanda sem hafði reitt hann til reiði.

Morrison gekk nýverið í raðir West Ham frá Manchester United en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur margsinnis lent í vandræðum og meðal annars komist í kast við lögin.

Hann þykir engu að síður afar efnilegur knattspyrnumaður. Þrátt fyrir það fékk Sir Alex Ferguson hjá Manchester United nóg og ákvað að selja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×