Enski boltinn

Anelka: Ég var gerður útlægur síðustu dagana hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nicolas Anelka segir að knattspyrnumenn eigi enga vini í fótboltanum og að hann hafi fengið að kenna á því síðustu daga sína hjá Chelsea í Englandi.

Anelka er nú kominn til Shanghai Shenhua í Kína en honum var leyft að fara frá Chelsea eftir að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Brasilíumaðurinn Alex gerði slíkt hið sama og var þeim báðum gert að æfa með unglingaliði félagsins eftir það. Þeir fengu ekki einu sinni að vera í sama búningsklefa og leikmann aðalliðsins.

„Þeir refsuðu mér með því að láta mig æfa með unglingaliðinu," sagði Anelka í viðtali við the Sun. „Ég var líka settur í annan búningsklefa. Svona er fótboltinn."

„Einn daginn er maður að spila á fullu og að skora mörk. Maður gerir það sem maður getur fyrir félagið en svo er ekkert gert daginn sem maður fer."

„Maður gerir sér grein fyrir því á svona stundum að maður á enga vini í fótboltanum. Það er sorglegt en satt. Þetta er liðsíþrótt en á margan hátt einstaklingsmiðuð íþrótt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×