Eru engir hommar í enska boltanum? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2012 23:30 Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin „Britain's gay footballers" á BBC 3 sjónvarpstöðinni á Bretlandseyjum. Í myndinni leitar hin 23 ára Amal Fashanu að samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu en það reynist henni þrautinni þyngri. Fashanu reynir hvað hún getur að ná tali af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem sýna engan áhuga á að ræða við hana um samkynhneigð í knattspyrnu. Joey Barton, leikmaður QPR, samþykkir þó að ræða um málið og sýnir á sér einlæga og allt aðra hlið en hann er þekktur fyrir á knattspyrnuvellinum. Fashanu fer á leik Brighton Hove & Albion gegn Leeds í Championship-deildinni. Margir af íbúum Brighton eru samkynhneigðir og syngja stuðningsmenn gestaliðsins oftar en ekki söngva þar sem gert er grín að samkynhneigð. Þá mælir Fashanu sér mót við leikarann Matt Lucas úr sjónvarpsþáttunum „Little Britain" en Lucas er samkynhneigður og dyggur stuðningsmaður Arsenal. Eini opinberi samkynhneigði knattspyrnumaður dagsins í dag, Anton Hysen sem spilar í 4. deild sænska boltans, er heimsóttur. Þá ræðir Fashanu við leikmenn Lundúnarliðsins Millwall um hvernig þeir myndu bregðast við ef liðsfélagi þeirra kæmi út úr skápnum. Amal Fashanu er frænka Justins heitins Fashanu sem svipti sig lífi árið 1998. Fashanu var fyrsti atvinnumaðurinn í knattspyrnu til að koma út úr skápnum. Enginn hefur fetað í fótspor hans síðan. Hann þótti afar hæfileikaríkur knattspyrnumaður og fyrsti blökkumaðurinn sem var keyptur á eina milljón punda. Óhætt er að segja að John Fashanu, bróðir Justin og faðir Amal, hafi ekki sýnt kynhneigð bróður síns mikinn skilning á sínum tíma. Amal sest niður með föður sínum í myndinni og ræðir við hann um ástæður þess og hvort hann sjái eftir viðbrögðum sínum. Hægt er að horfa á myndina í fjórum hlutum á youtube.Fyrsti hluti Annar hluti Þriðji hlutiFjórði hluti Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira
Nýlega var frumsýnd heimildarmyndin „Britain's gay footballers" á BBC 3 sjónvarpstöðinni á Bretlandseyjum. Í myndinni leitar hin 23 ára Amal Fashanu að samkynhneigðum atvinnumönnum í knattspyrnu en það reynist henni þrautinni þyngri. Fashanu reynir hvað hún getur að ná tali af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni sem sýna engan áhuga á að ræða við hana um samkynhneigð í knattspyrnu. Joey Barton, leikmaður QPR, samþykkir þó að ræða um málið og sýnir á sér einlæga og allt aðra hlið en hann er þekktur fyrir á knattspyrnuvellinum. Fashanu fer á leik Brighton Hove & Albion gegn Leeds í Championship-deildinni. Margir af íbúum Brighton eru samkynhneigðir og syngja stuðningsmenn gestaliðsins oftar en ekki söngva þar sem gert er grín að samkynhneigð. Þá mælir Fashanu sér mót við leikarann Matt Lucas úr sjónvarpsþáttunum „Little Britain" en Lucas er samkynhneigður og dyggur stuðningsmaður Arsenal. Eini opinberi samkynhneigði knattspyrnumaður dagsins í dag, Anton Hysen sem spilar í 4. deild sænska boltans, er heimsóttur. Þá ræðir Fashanu við leikmenn Lundúnarliðsins Millwall um hvernig þeir myndu bregðast við ef liðsfélagi þeirra kæmi út úr skápnum. Amal Fashanu er frænka Justins heitins Fashanu sem svipti sig lífi árið 1998. Fashanu var fyrsti atvinnumaðurinn í knattspyrnu til að koma út úr skápnum. Enginn hefur fetað í fótspor hans síðan. Hann þótti afar hæfileikaríkur knattspyrnumaður og fyrsti blökkumaðurinn sem var keyptur á eina milljón punda. Óhætt er að segja að John Fashanu, bróðir Justin og faðir Amal, hafi ekki sýnt kynhneigð bróður síns mikinn skilning á sínum tíma. Amal sest niður með föður sínum í myndinni og ræðir við hann um ástæður þess og hvort hann sjái eftir viðbrögðum sínum. Hægt er að horfa á myndina í fjórum hlutum á youtube.Fyrsti hluti Annar hluti Þriðji hlutiFjórði hluti
Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Sjá meira