Enski boltinn

Redknapp: Ekki rétt að hugsa um eitthvað annað en Tottenham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, gaf sér smá tíma til að svara ágengum fjölmiðlamönnum sem vildu vita hans viðbrögð við afsögn Fabio Capello. Langflestir í Englandi vilja að Redknapp taki við landsliðinu en hann er ekki mikið að sækjast eftir starfinu ef marka má hans fyrstu viðbrögð.

„Ég var sjokki þegar ég heyrði þetta því þetta kom mikið á óvart. Við vissum að hann myndi fara í sumar en ég bjóst ekki við þessu núna," sagði Harry Redknapp um fréttirnar af Capello.

„Það væri ekki rétt að hugsa um eitthvað annað en Tottenham. Ég einbeiti mér bara að mínu starf þar," sagði Redknapp um áhuga allra á að hann taki við enska landsliðinu.

„Ég hef aldrei hugsað um landsliðsþjálfarastarfið. Enska sambandið mun taka þessa ákvörðun og vonandi verður það rétt ákvörðun fyrir ensku þjóðina," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×