Welbeck tryggði United stigin þrjú gegn Arsenal Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2012 00:01 Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur, 2-1, gegn Arsenal á Emirates-vellinum í dag. Sigurmark United kom tíu mínútum fyrir leikslok og því er staðan á toppi deildarinnar eins eftir leiki dagsins. Danny Welbeck var hetja Manchester og skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning hjá Antonio Valencia. Leikurinn var nokkuð rólegur til að byrja með en gestirnir frá Manchester voru samt örlítið betri og virkuðu meira sannfærandi. Phil Jones, leikmaður Manchester United, meiddist nokkuð illa eftir korters leik þegar hann misteig sig. Leikmaðurinn var borinn útaf og kom ekki meira við sögu í dag. Gestirnir fóru eftir það almennilega í gang og stjórnuðu gjörsamlega gangi leiksins. Liðið átti í erfileikum með að skapa sér hættulega færi en það gekk loksins í blálokin á fyrri hálfleiknum þegar Antonio Valencia skoraði með frábærum skalla eftir magnaða fyrirgjöf frá Ryan Giggs. Staðan var því 0-1 í hálfleik og margt varð að breytast í leik Arsenal. Arsenal hóf síðari hálfleikinn virkilega vel og það markið lá heldur betur í loftinu í upphafi hálfleiksins. Manchester United voru alltaf sterkir og fengu einni sín færi. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka var staðan enn 1-0. Þá var komið að Robin van Persie að mæta til leiks. Hann fékk frábæra stungusendingu frá Alex Oxlade-Chamberlain og afgreiddi boltann í fjærhornið. Framundan voru spennandi mínútur. Þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir á ný. Antonio Valencie átti frábæran sprett upp hægri kantinn, gaf fyrir inn í teig á Danny Welbeck sem þrumaði knettinum í netið. Gestirnir frá Manchester héldu út leikinn og fóru með öll þrjú stigin heim. Manchester er því enn þremur stigum á eftir Manchester City með 51 stig en Arsenal er í fimmta sæti með 36 stig. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira
Manchester United vann gríðarlega mikilvægan sigur, 2-1, gegn Arsenal á Emirates-vellinum í dag. Sigurmark United kom tíu mínútum fyrir leikslok og því er staðan á toppi deildarinnar eins eftir leiki dagsins. Danny Welbeck var hetja Manchester og skoraði sigurmarkið eftir frábæran undirbúning hjá Antonio Valencia. Leikurinn var nokkuð rólegur til að byrja með en gestirnir frá Manchester voru samt örlítið betri og virkuðu meira sannfærandi. Phil Jones, leikmaður Manchester United, meiddist nokkuð illa eftir korters leik þegar hann misteig sig. Leikmaðurinn var borinn útaf og kom ekki meira við sögu í dag. Gestirnir fóru eftir það almennilega í gang og stjórnuðu gjörsamlega gangi leiksins. Liðið átti í erfileikum með að skapa sér hættulega færi en það gekk loksins í blálokin á fyrri hálfleiknum þegar Antonio Valencia skoraði með frábærum skalla eftir magnaða fyrirgjöf frá Ryan Giggs. Staðan var því 0-1 í hálfleik og margt varð að breytast í leik Arsenal. Arsenal hóf síðari hálfleikinn virkilega vel og það markið lá heldur betur í loftinu í upphafi hálfleiksins. Manchester United voru alltaf sterkir og fengu einni sín færi. Þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka var staðan enn 1-0. Þá var komið að Robin van Persie að mæta til leiks. Hann fékk frábæra stungusendingu frá Alex Oxlade-Chamberlain og afgreiddi boltann í fjærhornið. Framundan voru spennandi mínútur. Þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir yfir á ný. Antonio Valencie átti frábæran sprett upp hægri kantinn, gaf fyrir inn í teig á Danny Welbeck sem þrumaði knettinum í netið. Gestirnir frá Manchester héldu út leikinn og fóru með öll þrjú stigin heim. Manchester er því enn þremur stigum á eftir Manchester City með 51 stig en Arsenal er í fimmta sæti með 36 stig.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Fleiri fréttir Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Sjá meira