Enski boltinn

Tévez fastur í Manchester - PSG hætti viðræðum við City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tévez.
Carlos Tévez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tévez hefur ekki spilað fótbolta síðan í september og það er ekkert sem bendir til þess að það breytist eitthvað á næstunni. Manchester City er að reyna að selja argentínska framherjann en áhugasöm félag hafa ávallt dregið sig út úr viðræðunum.

Nú síðast gáfust forráðamenn Paris Saint-Germain upp þrátt fyrir að hafa aðgang að vænum sjóðum því franska félagið er ekki tilbúið að borga það sem Manchester City vill fá fyrir leikmanninn. Áður höfðu ítölsku liðin AC Milan og Inter Milan gefist upp á viðræðum við forráðmenn City.

„Við gerðum þeim gott tilboð en við náðum ekki saman. Við ætlum ekki að borga of mikið fyrir hann og hættum því viðræðunum," sagði Leonardo, íþróttastjóri Paris Saint-Germain.

Paris Saint-Germain er hinsvegar á eftir varnarmanninum Alex hjá Chelsea og miðjumanninum Thiago Motta hjá Inter Milan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×