Enski boltinn

Ótrúlegur sigur Arsenal

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal sló Aston Villa út úr ensku bikarkeppninni með 3-2 sigri á heimavelli sínum í dag. Aston Villa komst í 2-0 en Arsenal sýndi mikinn karakter, skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði sér sigur.

Richard Dunne kom Aston Villa yfir á 33. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Robbie Keane. Darren Bent kom Villa í 2-0 eftir góða skyndisókn rétt fyrir leikhlé en seinni hálfleikur var eign Arsenal.

Robin van Persie skoraði úr tveimur vítaspyrnum með sjö mínútna millibili. Í milli tíðinni skoraði Theo Walcott ótrúlegt mark en Alan Hutton sparkaði boltanum í Walcott sem hafði ekki hugmynd um hvað væri að gerast fyrr en boltinn söng í netinu.

Arsenal sækir annað hvort Sunderland eða Middlesbrough heim í fimmtu umferð keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×