Fótbolti

Nasri bauð blaðamanni í slagsmál eftir tapið gegn Spáni

Nasri gengur af velli í kvöld og hefur oft verið hressari.
Nasri gengur af velli í kvöld og hefur oft verið hressari.
Frakkinn Samir Nasri var ekki í neinu hátíðarskapi eftir tap Frakka gegn Spánverjum í kvöld. Hann hvæsti á blaðamenn og átti erfitt með hemja reiði sína.

Nasri var búinn að lenda í útistöðum á æfingum fyrir leikinn og var refsað með því að byrja á bekknum. Það var ekki til þess að hressa hann við.

Hann lenti í útistöðum við blaðamann eftir leikinn og var afar heitt í hamsi.

"Þú vilt alltaf skrifa eitthvað bull um okkur. Hoppaðu upp í rassgatið á þér," sagði Nasri og spurði svo blaðamanninn hvort hann væri klár í slagsmál.

Hann hélt svo áfram að úthúða blaðamanninum með dónalegum orðum áður en hann hvarf á braut.

Frakkinn Samir Nasri var ekki í neinu hátíðarskapi

eftir tap Frakka gegn Spánverjum í kvöld. Hann hvæsti

á blaðamenn og átti erfitt með hemja reiði sína.

Nasri var búinn að lenda í útistöðum á æfingum fyrir

leikinn og var refsað með því að byrja á bekknum. Það

var ekki til þess að hressa hann við.

Hann lenti í útistöðum við blaðamann eftir leikinn og var afar heitt í hamsi.

"Þú vilt alltaf skrifa eitthvað bull um okkur. Hoppaðu upp í rassgatið á þér," sagði Nasri og spurði svo blaðamanninn hvort hann væri klár í slagsmál.

Hann hélt svo áfram að úthúða blaðamanninum með dónalegum orðum áður en hann hvarf á braut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×