Erlent

Óvissa um stuðning þingsins

Mótmælt verður áfram í dag þegar atkvæðagreiðsla verður á þingi.
Mótmælt verður áfram í dag þegar atkvæðagreiðsla verður á þingi. nordicphotos/AFP
Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í gær til að mótmæla nýju niðurskurðarfrumvarpi, sem greidd verða atkvæði um á þingi í dag.

Ekki er öruggt að frumvarpið verði samþykkt, þar sem veruleg óánægja er meðal margra þingmanna stjórnarflokkanna, einkum þeirra sem eru vinstra megin við miðju stjórnmálanna.

Verkfallið hefur víðtæk áhrif á mannlífið í Grikklandi. Skólar eru lokaðir, flug liggur niðri, lestarsamgöngur liggja niðri, leigubílstjórar eru í verkfalli og sjúkrahús í Aþenu eru einungis starfrækt með það í huga að geta sinnt neyðarþjónustu.

Tugir þúsunda tóku þátt í tveimur mótmælagöngum í höfuðborginni Aþenu og um tuttugu þúsund tóku þátt í mótmælagöngu í Þessalóníku, næststærstu borg landsins. Mótmælaaðgerðir af þessu tagi hafa iðulega snúist upp í óeirðir. Búast má við hörðum átökum í dag þegar þingið gengur til atkvæða. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×