Enski boltinn

Stjörnur Chelsea spenntar fyrir að fá Mourinho aftur

Terry saknar José.
Terry saknar José.
Stjörnur Chelsea sakna augljóslega José Mourinho og eru nú farnar að gefa honum undir fótinn í fjölmiðlum. Gamli stjórinn þeirra er á meðal þeirra sem eru orðaðir við stjórastarfið hjá Chelsea.

"Þetta er vissulega allt á umræðustigi sem stendur en auðvitað var Mourinho frábær stjóri og þess utan góður maður," sagði John Terry, fyrirliði Chelsea, um gamla stjórann sinn hjá félaginu.

Didier Drogba, framherji Chelsea, er einnig augljóslega spenntur fyrir því að fá Mourinho aftur.

"Það væri mjög ánægjulegt og skemmtileg saga. Við verðum víst að bíða og sjá hvað gerist," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×