Enski boltinn

Rooney afgreiddi WBA | United á toppinn

Rooney fagnar í dag.
Rooney fagnar í dag.
Man. Utd komst í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag. United lagði þá WBA, 2-0, á sama tíma og Man. City tapaði fyrir Swansea.

United mætti til leiks með sóknarsinnað lið og sóknarþungi liðsins bar árangur í fyrri hálfleik er Rooney fleytti skoti Hernandez í netið.

Jonas Olsson, leikmanni WBA, var vikið af velli þegar 25 mínútur lifðu leiks og vonir WBA litlar eftir það. Þær urðu svo að engu þegar dómarinn dæmdi víti fimm mínútum síðar. Ashley Young féll í teignum en ekki var snertingin mikil.

Wayne Rooney mætti á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Leikurinn fjaraði út í kjölfarið og sannfærandi sigur hjá meisturum United.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×