Innlent

Fjórir fluttir á slysadeild

GS skrifar
Einn maður var fluttur á slysadeild eftir slys á Snorrabraut.
Einn maður var fluttur á slysadeild eftir slys á Snorrabraut.
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þjrú umferðarslys í borginni í gærkvöldi. Ökumaður og farþegi slösuðust þegar tveir bílar skullu saman við Gullinbrú í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Slökkviliðið þurfti að hreinsa olíu, sem lak úr örðum bílnum, enda eru báðir bílarnir stór skemmdir. Þá slasaðist maður í árekstri tveggja bíla á Snorrabraut á móts við Austurbæ um ellefu leitið í gærkvöldi og urðu nokkrar umferðartafir á meðan lögregla var að greiða úr málinu á vettvangi. Um sama leiti varð hjólreiðamaður fyrir bíl á Bústaðavegi. Engin þessara manna mun vera alvarlega slasaður, eftir því sem fréttastofa kemst næst.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×