Fótbolti

Jordi Alba: Vinir mínir sögðu að ég myndi skora

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alba með bikarinn eftirsótta.
Alba með bikarinn eftirsótta. Nordicphotos/Getty
Jordi Alba, vinstri bakvörður Spánverja, kórónaði frábæra keppni með því að skora annað mark Spánverja gegn Ítölum í dag. Þetta var um leið fyrsta landsliðsmark kappans.

„Þetta var fyrsti úrslitaleikurinn minn og við skráðum okkur í sögurbækurnar. Ég er í skýjunum og trúi þessu varla. Ég á eftir að átta mig á þessu," sagði Alba í geðshræringu í leikslok.

Alba minntist á nýleg vistaskipti sín frá Valencia til Barcelona þar sem hann var á mála á unglingsárum sínum.

„Ég skoraði líka líkt og vinir mínir í Hospitalet (heimaborg Alba í Katalóníu) sögðu að ég myndi gera," sagði Alba sem er uppalinn í Katalóníu.

Alba gekk til liðs við Barcelona á dögunum fyrir 14 milljónir evra eða sem nemur 2,2 milljörðum íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Torres fær gullskóinn

Fernando Torres varð markakóngur Evrópumeistaramótsins í Póllandi og Úkraínu með þrjú mörk en hann skoraði þriðja mark Spánar gegn Ítalíu í kvöld eftir að hafa komið inná sem varamaður. Torres lagði auk þess fjórða markið upp sem Juan Mata skoraði.

Umfjöllun: Spánn - Ítalía 4-0 | Spánn Evrópumeistari

Spánn sigraði Ítalíu 4-0 í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í kvöld og varð þar með fyrsta þjóðin til að vinna tvö Evrópumeistaramót í röð. Spánn sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum og var 2-0 yfir í hálfleik.

Del Bosque: Ætlaði ekki að vera sigursæli þjálfarinn

Vicente Del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, var hógværðin uppmáluð eins og venjulega í leikslok þrátt fyrir að Spánn hefði skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar á fleiri enn einn hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×