Fótbolti

Guðjón: Snýst ekki um mitt egó

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur er sannfærður um að það styttist í 100. sigur hans í efstu deild en ekki kom hann þegar lærisveinar Guðjóns steinlágu gegn KR 4-1 á KR-vellinum í dag.

„Ég velti því ekki mikið fyrir mér. Mitt egó skiptir ekki máli í þessu heldur er það að koma liðinu í eins gott stand og nokkur kostur er. Mér fannst ég sjá jákvæða hluti hér því KR liðið er mjög gott en við þurfum að takast á við það að hafa meiri trú á sjálfum okkur. Það er erfitt í svona mótlæti. Ef við höldum áfram að spila eins og í dag þá hef ég trú á að við getum búið til sigra. Ég ætla að vona að það verði í næsta leik. Þetta er krefjandi en það styttist í sigurleikinn, það er nokkuð ljóst," sagði Guðjón en nánari umfjöllun um leikinn má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×