Nemur hjá prjónadrottningu 5. september 2012 16:00 Fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir landaði starfsnámi hjá einu virtasta tískuhúsi í heimi, Soniu Rykiel í París. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira