Nemur hjá prjónadrottningu 5. september 2012 16:00 Fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir landaði starfsnámi hjá einu virtasta tískuhúsi í heimi, Soniu Rykiel í París. Fréttablaðið/stefán Fréttablaðið/stefán Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þetta er draumur og ég er í skýjunum að komast að hjá Rykiel sem er kölluð drottning prjónsins í tískuheiminum, segir fatahönnuðurinn Sigríður María Sigurjónsdóttir sem heldur út í starfsnám til franska tískuhússins Soniu Rykiel í vikunni. Sigga Mæja, eins og hún er kölluð, útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í fyrra. Það var í gegnum fagstjóra fatahönnunardeildar, Lindu Björk Árnadóttur, sem Sigga Mæja komst í samband við tískuhús Rykiel. Hún sendi möppuna sína út til Parísar í sumar og fékk svo svar í síðustu viku. Markmiðið hefur alltaf verið að fara út og öðlast reynslu, segir Sigga Mæja sem heldur til höfuðborgar hátískunnar á sunnudaginn. Tískuhús Soniu Rykiel, sem var stofnað á sjöunda áratugnum í París, er með þeim virtari í heiminum. Rykiel er þekkt fyrir litríkar prjónaflíkur og rautt úfið hár sitt, en fatahönnuðurinn hannaði línu fyrir sænsku verslunarkeðjuna H&M árið 2009 við góðan orðstír. Sjálf hefur Rykiel dregið sig úr daglegum rekstri tískuhússins en dóttir hennar, Nathalie Rykiel, hefur tekið við kyndlinum. Mér skilst að mitt hlutverk verði að aðstoða við þróun prjónamunstra en það skýrist betur þegar ég kem út. Ég held að það sem ég geri verði spennandi og áhugavert, sama hvað það verður, segir Sigga Mæja en til að byrja með er um að ræða tveggja mánaða samning. Sigga Mæja verður því í París þegar tískuvikan hefst í lok september. París er sko ekki leiðinlegur staður yfir tískuvikuna, eflaust nóg vinna og mikið stuð. - áp
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira