Henry tryggði Arsenal sigur | Everton lagði Chelsea Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. febrúar 2012 09:51 Thieryr Henry skorar í dag. Nordic Photos / Getty Images Sex leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry var enn og aftur hetja Arsenal og Everton vann góðan sigur á Chelsea. Þrjú Íslendingalið voru í eldínunni og töpuðu öll í dag. Henry tryggði Arsenal 2-1 sigur á Sunderland með marki undir lok leiksins. James McClean hafði komið Sunderland yfir 20 mínútum fyrir leikslok en Aaron Ramsay jafnaði metin fimm mínútum síðar. Henry er lánsmaður frá New York Red Bulls og snýr aftur til síns félags í næstu viku. Þetta var því lokaleikur hans í ensku úrvalsdeildinni og kveðjugjöf við hæfi. Annar lánsmaður sem er hjá sínu gamla félagi, Steven Pienaar, skoraði fyrra mark Everton í 2-0 sigri á Chelsea. Denis Stracqualursi skoraði síðar amark liðsins eftir sendingu Landon Donovan - sem einnig er í láni hjá félaginu. Daniel Sturridge og Frank Lampard fengu tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki. Vandræði Andre-Villas Boas knattspyrnustjóra halda áfram, sem og vangaveltur um starfsöryggi hans. Þrjú Íslendingalið - QPR, Swansea og Bolton - töpuðu öll leikjum sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Swansea sem tapaði fyrir Norwich, 3-2, og komst nálægt því að skora úr aukaspyrnu. Swansea komst yfir í fyrri hálfleik og átti Gylfi stóran þátt í markinu. En leikur Swansea hrundi í seinni hálfleik og Norwich kom sér í 3-2 forystu áður en heimamenn minnkuðu muninn. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem tapaði fyrir botnliði Wigan á heimavelli, 2-1. Bolton féll niður í nítjánda sæti með tapinu þar sem að Blackburn, sem er nú í átjánda sæti, vann 3-2 sigur á QPR - liði Heiðars Helgusonar. Þá vann Fulham 2-1 sigur á Stoke en þessi lið sigla bæði nokkðu lygnan sjó rétt fyrir neðan miðja deild.Leikir dagsins: Everton - Chelsea 2-0 1-0 Steven Pienaar (4.) 2-0 Denis Stracqualursi (71.)Sunderland - Arsenal 1-2 1-0 James McClean (70.) 1-1 Aaron Ramsay (75.) 1-2 Thierry Henry (90.)Blackburn - QPR 3-2 1-0 Yakubu (14.) 2-0 Steven N'Zonzi (22.) 3-0 Nedum Onuoha, sjálfsmark (49.) 3-1 Jamie Mackie (71.) 3-2 Jamie Mackie (91.)Swansea - Norwich 2-3 1-0 Danny Graham (22.) 1-1 Grant Holt (47.) 1-2 Anthony Pilkington (50.) 1-3 Grant Holt (62.) 2-3 Danny Graham, víti (87.)Fulham - Stoke 2-1 1-0 Pavel Pogrebnyak (15.) 2-0 Thomas Sörensen, sjálfsmark (27.) 2-1 Ryan Shawcross (78.)Bolton - Wigan 1-2 0-1 Gary Caldwell (42.) 1-1 Davies (67.) 1-2 James McArthur (76.) Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira
Sex leikjum er nú nýlokið í ensku úrvalsdeildinni. Thierry Henry var enn og aftur hetja Arsenal og Everton vann góðan sigur á Chelsea. Þrjú Íslendingalið voru í eldínunni og töpuðu öll í dag. Henry tryggði Arsenal 2-1 sigur á Sunderland með marki undir lok leiksins. James McClean hafði komið Sunderland yfir 20 mínútum fyrir leikslok en Aaron Ramsay jafnaði metin fimm mínútum síðar. Henry er lánsmaður frá New York Red Bulls og snýr aftur til síns félags í næstu viku. Þetta var því lokaleikur hans í ensku úrvalsdeildinni og kveðjugjöf við hæfi. Annar lánsmaður sem er hjá sínu gamla félagi, Steven Pienaar, skoraði fyrra mark Everton í 2-0 sigri á Chelsea. Denis Stracqualursi skoraði síðar amark liðsins eftir sendingu Landon Donovan - sem einnig er í láni hjá félaginu. Daniel Sturridge og Frank Lampard fengu tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki. Vandræði Andre-Villas Boas knattspyrnustjóra halda áfram, sem og vangaveltur um starfsöryggi hans. Þrjú Íslendingalið - QPR, Swansea og Bolton - töpuðu öll leikjum sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Swansea sem tapaði fyrir Norwich, 3-2, og komst nálægt því að skora úr aukaspyrnu. Swansea komst yfir í fyrri hálfleik og átti Gylfi stóran þátt í markinu. En leikur Swansea hrundi í seinni hálfleik og Norwich kom sér í 3-2 forystu áður en heimamenn minnkuðu muninn. Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir Bolton sem tapaði fyrir botnliði Wigan á heimavelli, 2-1. Bolton féll niður í nítjánda sæti með tapinu þar sem að Blackburn, sem er nú í átjánda sæti, vann 3-2 sigur á QPR - liði Heiðars Helgusonar. Þá vann Fulham 2-1 sigur á Stoke en þessi lið sigla bæði nokkðu lygnan sjó rétt fyrir neðan miðja deild.Leikir dagsins: Everton - Chelsea 2-0 1-0 Steven Pienaar (4.) 2-0 Denis Stracqualursi (71.)Sunderland - Arsenal 1-2 1-0 James McClean (70.) 1-1 Aaron Ramsay (75.) 1-2 Thierry Henry (90.)Blackburn - QPR 3-2 1-0 Yakubu (14.) 2-0 Steven N'Zonzi (22.) 3-0 Nedum Onuoha, sjálfsmark (49.) 3-1 Jamie Mackie (71.) 3-2 Jamie Mackie (91.)Swansea - Norwich 2-3 1-0 Danny Graham (22.) 1-1 Grant Holt (47.) 1-2 Anthony Pilkington (50.) 1-3 Grant Holt (62.) 2-3 Danny Graham, víti (87.)Fulham - Stoke 2-1 1-0 Pavel Pogrebnyak (15.) 2-0 Thomas Sörensen, sjálfsmark (27.) 2-1 Ryan Shawcross (78.)Bolton - Wigan 1-2 0-1 Gary Caldwell (42.) 1-1 Davies (67.) 1-2 James McArthur (76.)
Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sjá meira