Fótbolti

Baros klár í slaginn með Tékkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Milan Baros virðist hafa jafnað sig á meiðslum sínum og getur því spilað með Tékkum þegar þeir mæta Rússum á EM 2012 í kvöld.

Baros er þrítugur sóknarmaður sem er nú á mála hjá Galatasaray í Tyrklandi. Hann lék áður með Liverpool og Aston Villa í Englandi.

Hann haltraði meiddur af æfingu liðsins á þriðjudaginn síðastliðinn en náði að æfa með liðinu í gær. „Hann kvartaði ekki og hefur fengið grænt ljós frá okkur læknunum. Hann verður áfram í meðhöndlun er útlitið er gott. Þetta er nú undir þjálfaranum komið," sagði Petr Krejci, yfirlæknir tékkneska liðsins, við fjölmiðla í gærkvöldi.

Baros hefur skorað 41 mark í 89 leikjum með tékkneska landsliðinu og var markahæsti leikmaður EM 2004 þegar Tékkar komust í undanúrslit. Hann vann Meistaradeild Evrópu með Liverpool árið 2005 en minna hefur farið fyrir honum eftir það.

EM hefst í dag með leik Póllands og Grikklands en allar þessar þjóðir leika í A-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×