Hetjulegar innkomur og tvö rauð spjöld í fjörugum opnunarleik EM 8. júní 2012 13:28 Mynd/AP Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins. Varamaðurinn Dimitrios Salpingidis breytti leiknum fyrir Grikki því auk þess að jafna leikinn þá fiskaði hann einnig vítið og rauða spjaldið á Szczesny og skoraði ennfremur mark sem var dæmt af. Pólverjar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og gátu skorað miklu fleiri mörk en það kveikti í gríska liðinu að fá ósanngjarnt rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og þeir bitu vel frá sér í þeim síðari. Robert Lewandowski kom Pólverjum í 1-0 með skalla á 17. mínútu leiksins eftir frábæra fyrirgjöf fyrirliðans Jakub Blaszczykowski. Pólverjar byrjuðu leikinn mjög vel og vorum búnir að eiga nokkrar góðar sóknir áður en þeir komust yfir. Damien Perquis fékk algjört dauðafæri til að koma Póllandi í 2-0 á 37. mínútu en skaut þá framhjá eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum í kjölfar aukaspyrnu. Ekki batnaði staðan hjá Grikkjum þegar Sokratis Papastathopoulos fékk sitt annað gula spjald á 44. mínútu fyrir að því virtist litlar sakir. Grikkir voru því búnir að missa báða miðverði sína því Avraam Papadopoulos fór meiddur af velli á 37. mínútu. Grikkir voru skiljanlega ósáttir og enn ósáttari þegar þeir fengu ekki víti skömmu síðar þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Pólverja í teignum. Grikkirnir gáfust ekki upp og voru búnir að jafna eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Dimitrios Salpingidis var þá réttur maður á réttum stað í teignum eftir að pólsku vörninni mistókst að hreinsa frá fyrirgjöf en Salpingidis hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Wojciech Szczesny, markvörður Pólverja, leit ekki alltof vel út í markinu og hann gaf síðan vítaspyrnu á 69. mínútu þegar hann felldi Salpingidis og Szczesny fékk að auki að líta rauða spjaldið. Varamarkvörðurinn Przemyslaw Tyton varði hinsvegar vítaspyrnu Giorgios Karagounis og liðin spiluðu 10 á 10 síðustu 20 mínútur leiksins. Dimitrios Salpingidis skoraði mark á 75. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Salpingidis var allt í öllu í sóknarleik Grikkja eftir að hann kom inn á sem varamaður en mörkin urðu ekki fleiri og liðin sættust á 1-1 jafntefli. Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Evrópumótið í fótbolta byrjaði á dramatískum og viðburðaríkum leik Pólverja og Grikkja en Grikkirnir náðu 1-1 jafntefli þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á 17. mínútu og missa mann af velli í lok fyrri hálfleiks. Pólverjar misstu líka markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald og gátu þakkað fyrir stigið þegar varamarkvöðurinn Przemyslaw Tyton varði vítaspyrnu frá fyrirliða gríska liðsins. Varamaðurinn Dimitrios Salpingidis breytti leiknum fyrir Grikki því auk þess að jafna leikinn þá fiskaði hann einnig vítið og rauða spjaldið á Szczesny og skoraði ennfremur mark sem var dæmt af. Pólverjar voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og gátu skorað miklu fleiri mörk en það kveikti í gríska liðinu að fá ósanngjarnt rautt spjald í lok fyrri hálfleiks og þeir bitu vel frá sér í þeim síðari. Robert Lewandowski kom Pólverjum í 1-0 með skalla á 17. mínútu leiksins eftir frábæra fyrirgjöf fyrirliðans Jakub Blaszczykowski. Pólverjar byrjuðu leikinn mjög vel og vorum búnir að eiga nokkrar góðar sóknir áður en þeir komust yfir. Damien Perquis fékk algjört dauðafæri til að koma Póllandi í 2-0 á 37. mínútu en skaut þá framhjá eftir að boltinn datt fyrir hann í teignum í kjölfar aukaspyrnu. Ekki batnaði staðan hjá Grikkjum þegar Sokratis Papastathopoulos fékk sitt annað gula spjald á 44. mínútu fyrir að því virtist litlar sakir. Grikkir voru því búnir að missa báða miðverði sína því Avraam Papadopoulos fór meiddur af velli á 37. mínútu. Grikkir voru skiljanlega ósáttir og enn ósáttari þegar þeir fengu ekki víti skömmu síðar þegar boltinn fór í hendi varnarmanns Pólverja í teignum. Grikkirnir gáfust ekki upp og voru búnir að jafna eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleik. Dimitrios Salpingidis var þá réttur maður á réttum stað í teignum eftir að pólsku vörninni mistókst að hreinsa frá fyrirgjöf en Salpingidis hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Wojciech Szczesny, markvörður Pólverja, leit ekki alltof vel út í markinu og hann gaf síðan vítaspyrnu á 69. mínútu þegar hann felldi Salpingidis og Szczesny fékk að auki að líta rauða spjaldið. Varamarkvörðurinn Przemyslaw Tyton varði hinsvegar vítaspyrnu Giorgios Karagounis og liðin spiluðu 10 á 10 síðustu 20 mínútur leiksins. Dimitrios Salpingidis skoraði mark á 75. mínútu en það var dæmt af vegna rangstöðu. Salpingidis var allt í öllu í sóknarleik Grikkja eftir að hann kom inn á sem varamaður en mörkin urðu ekki fleiri og liðin sættust á 1-1 jafntefli.
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira