Hrekkjavökupartý endaði með ósköpum í Madrid í morgun þegar þrjár ungar konur tróðust undir og létust.
Tveir aðrir veislugestir liggja sárir eftir og eru sagðir lífshættulega slasaðir. Fólkið kom saman í Madrid Arena íþróttahöllinni til að fagna Hrekkjavöku.
Ekki liggur fyrir hversu margir voru í gleðskapnum þegar atvikið átti sér stað en höllin tekur um 10 þúsund manns.
Óðagotið myndaðist þegar blysi var hent í mannfjöldann. Eins og áður segir voru fórnarlömbin þrjár ungar konur, tvær átján ára og ein 25 ára.

