Fótbolti

Roy Keane fer í taugarnar á Trapattoni

Roy Keane, fyrrum landsliðsfyrirliði Írlands, hefur náð að gera landsliðsþjálfarann Giovanni Trapattoni brjálaðan með gagnrýni sinni á írska landsliðið á EM.

Keane er búinn að gagnrýna írska liðið bæði í sjónvarpi og í blaðapistli. Hann mælti með því í pistli sínum í gær að Trapattoni myndi gera ellefu breytingar á byrjunarliði sínu eftir 4-0 tapið gegn Spáni.

Írland er úr leik á EM og spilar sinn lokaleik gegn Ítalíu í kvöld.

"Keane var frábær leikmaður sem átti flottan feril. Ég veit ekki til þess að hann hafi náð álíka árangri sem þjálfari," sagði Trapattono pirraður og sagði svo eitthvað á ítölsku sem ekki var þýtt. Mátti þó sjá á honum að það var ekkert fallegt sem hann sagði.

Trapattoni segir að sitt lið ætli að ljúka leik með sæmd i kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×