Lífið

Hitti Mads Mikkelsen í Cannes

hittust í cannes
Theódór Júlíusson og Mads Mikkelsen á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
hittust í cannes Theódór Júlíusson og Mads Mikkelsen á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
„Hann var rosalega kammó og fannst gaman að spjalla,“ segir leikarinn Theódór Júlíusson sem hitti kollega sinn, hinn danska Mads Mikkelsen, á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Þeir hittust í hádegismat sem skipuleggjendur eins af aðalflokkum keppninnar, Directors Fortnight, stóðu fyrir. „Ég heilsaði honum og sagði honum að ég væri að leika í bíómynd sem væri að keppa á hátíðinni og að hann væri í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Theódór, sem fer með aðalhlutverkið í myndinni Eldfjall. Mikkelsen er einn þekktasti leikari Dana.

Hann lék þorparann í Bond-myndinni Casino Royale fyrir nokkrum árum og einnig í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rejseholdet. Theódór sá fleiri stjörnur á vappi í Cannes, þar á meðal félagana Frank Hvam og Casper Christensen úr þáttunum Klovn og enska leikarann Jude Law, og hafði gaman af.

„Þetta var æðislega gaman en rosalega mikil vinna,“ segir Theódór sem hafði í nógu að snúast við kynningu á Eldfjalli þá daga sem hann var staddur í Cannes. „En ég fann ekkert fyrir mikilli þreytu fyrr en á leiðinni heim.“-fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.