Skólameistari VMA: Við erum ekki í vinsældakeppni Erla Hlynsdóttir skrifar 18. maí 2011 11:15 Hjalti Jón Sveinsson segir samanburðinn ósanngjarnan en hefur annars ekki teljandi áhyggjur „Við erum ekki í vinsældakeppni. Við útskrifum hæft og gott fólk," segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Samkvæmt úttekt stærðfræðings á gæðum 32 framhaldsskóla á Íslandi er VMA í 22. sæti. Verkmenntaskóli Austurlands er síðan á botni listans. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsmaður, vann úttektina fyrir Frjálsa verslun. Í nýjasta tölublaðinu kemur fram að skólarnir séu metnir samkvæmt 17 gæðavísum, meðal annars menntun kennara, árangri í innlendum og alþjóðlegum keppnum, svo sem Gettu Betur. Eins og komið hefur fram trónir Menntaskólinn í Reykjavík á toppi listans, með 925 stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð er í öðru sæti, með 660 stig. VMA fær hins vegar aðeins 146 stig.Örvænta ekki Hjalti Jón telur þessar niðurstöður ekki ástæðu fyrir starfsfólk og nemendur við VMA til að örvænta. „Ég tek þetta ekki alvarlega," segir hann. Hjalti Jón bendir á að skólinn taki lítið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hins vegar sé í skólanum breiður hópur ánægðra nemenda og strangt eftirlit með gæðum skólastarfs.Eyþór Ingi Gunnlaugsson tryggði VMA sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007Hann segir hægt að meta skólastarf út frá mörgum ólíkum forsendum og ekki sanngjarnt að draga skóla í dilka á þennan hátt. „Ég held að svona lagað geti hreinlega verið hættulegt," segir Hjalti Jón og á þar við að með því að flokka skóla á þennan hátt fái nemendur jafnvel ranga mynd af skólunum. Þá tekur hann dæmi af því að VMA er með sérstaka deild þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlaða nemendur, en ekkert tillit sé tekið til viðlíka þátta í matinu. Hjalti Jón vekur einnig athygli á góðu gengi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.Ráðherra setur fyrirvara Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir í samtali við Frjálsa verslun að hún setji ákveðna fyrirvara við niðurstöðu úttektarinnar. Þar bendir hún meðal annars á ójöfn tækifæri milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni til að taka þátt í mörgum þeim keppnum sem lagðar eru til grundvallar matinu. Þá bendir hún á að margir þeirra skóla sem eru ofarlega á listanum, svo sem MR og MH, eru í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Í Frjálsri verslun er einnig rætt við stjórnendur þeirra skóla sem efstir eru í úttektinni. Þeir eru sammála um að niðurstöðum sem þessum þurfi að taka með fyrirfara.Leiðrétting:Í fréttinni stóð upphaflega að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefði komið verst út úr gæðakönnuninni. Það er ekki rétt, eins og lesa má í endurbættri útgáfu hér að ofan, heldur er það Verkmenntaskóli Austurlands.Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Tengdar fréttir MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16. maí 2011 18:46 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
„Við erum ekki í vinsældakeppni. Við útskrifum hæft og gott fólk," segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Samkvæmt úttekt stærðfræðings á gæðum 32 framhaldsskóla á Íslandi er VMA í 22. sæti. Verkmenntaskóli Austurlands er síðan á botni listans. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsmaður, vann úttektina fyrir Frjálsa verslun. Í nýjasta tölublaðinu kemur fram að skólarnir séu metnir samkvæmt 17 gæðavísum, meðal annars menntun kennara, árangri í innlendum og alþjóðlegum keppnum, svo sem Gettu Betur. Eins og komið hefur fram trónir Menntaskólinn í Reykjavík á toppi listans, með 925 stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð er í öðru sæti, með 660 stig. VMA fær hins vegar aðeins 146 stig.Örvænta ekki Hjalti Jón telur þessar niðurstöður ekki ástæðu fyrir starfsfólk og nemendur við VMA til að örvænta. „Ég tek þetta ekki alvarlega," segir hann. Hjalti Jón bendir á að skólinn taki lítið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hins vegar sé í skólanum breiður hópur ánægðra nemenda og strangt eftirlit með gæðum skólastarfs.Eyþór Ingi Gunnlaugsson tryggði VMA sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2007Hann segir hægt að meta skólastarf út frá mörgum ólíkum forsendum og ekki sanngjarnt að draga skóla í dilka á þennan hátt. „Ég held að svona lagað geti hreinlega verið hættulegt," segir Hjalti Jón og á þar við að með því að flokka skóla á þennan hátt fái nemendur jafnvel ranga mynd af skólunum. Þá tekur hann dæmi af því að VMA er með sérstaka deild þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlaða nemendur, en ekkert tillit sé tekið til viðlíka þátta í matinu. Hjalti Jón vekur einnig athygli á góðu gengi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.Ráðherra setur fyrirvara Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir í samtali við Frjálsa verslun að hún setji ákveðna fyrirvara við niðurstöðu úttektarinnar. Þar bendir hún meðal annars á ójöfn tækifæri milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni til að taka þátt í mörgum þeim keppnum sem lagðar eru til grundvallar matinu. Þá bendir hún á að margir þeirra skóla sem eru ofarlega á listanum, svo sem MR og MH, eru í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Í Frjálsri verslun er einnig rætt við stjórnendur þeirra skóla sem efstir eru í úttektinni. Þeir eru sammála um að niðurstöðum sem þessum þurfi að taka með fyrirfara.Leiðrétting:Í fréttinni stóð upphaflega að Verkmenntaskólinn á Akureyri hefði komið verst út úr gæðakönnuninni. Það er ekki rétt, eins og lesa má í endurbættri útgáfu hér að ofan, heldur er það Verkmenntaskóli Austurlands.Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Tengdar fréttir MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16. maí 2011 18:46 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16. maí 2011 18:46