Prýðilegur leiðarvísir 18. maí 2011 19:07 Finnur Oddsson. Mynd/Vilhelm Ísland hefur fallið niður um 27 sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða frá árinu 2006. Niðurstöðurnar staðfesta að hér ríkir efnahagsleg stöðnun segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ísland er í 31. sæti af tæplega 60 þjóðum varðandi samkeppnishæfni hagkerfa samkvæmt nýútkominni skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD. Efnahagsleg frammistaða Íslands þykir slök og þá sérstaklega þegar horft er til efnahagsástands innanlands þar sem landið vermir neðsta sætið. Skilvirkni hins opinbera og atvinnulífsins þykir einnig léleg í samanburði við önnur lönd en þar má helst finna veikleika í fjármálum ríkisins, umgjörð stofnana og fjármögnun. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir samskeppnishæfni landsins hafa staðið í stað en Ísland hefur fallið um eitt sæti á listanum frá síðasta ári. „Það sem þessar niðurstöður staðfesta er að hér ríkir efnahagsleg stöðnun. Við erum ekki að hliðrast niður á við og ekkert að hliðrast upp á við að neinu ráði.“ „Þessi úttekt er prýðilegur leiðarvísir fyrir það sem við þurfum að gera til að bæta hér samfélagsstöðu, efnahagslega frammistöðu og að sjálfsögðu lífskjör,“ segir Finnur. Hong Kong og Bandaríkin sitja jöfn í efsta sæti listans og eru Norðurlöndin, að Íslandi frátöldu, á meðal 15 samkeppnishæfustu þjóða heims. Ísland fær hins vegar svipaða einkunn og lönd á borð við Tæland, Indland, Pólland og Kasakstan. Það sem skilur þó íslenska hagkerfið frá hagkerfum þessara þjóða eru samfélagslegir innviðir landsins sem þykja með þeim bestu í heimi. Samfélagslegu innviðirnir taka tillit til heilsu, menntamála og grunninnviða, svo sem aðgengi að vatni, vegakerfi og rafmagni. Finnur segir Íslendinga þess vegna hafa alla burði til að vinna sig hratt út úr efnahagsvandræðum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Ísland hefur fallið niður um 27 sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða frá árinu 2006. Niðurstöðurnar staðfesta að hér ríkir efnahagsleg stöðnun segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ísland er í 31. sæti af tæplega 60 þjóðum varðandi samkeppnishæfni hagkerfa samkvæmt nýútkominni skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD. Efnahagsleg frammistaða Íslands þykir slök og þá sérstaklega þegar horft er til efnahagsástands innanlands þar sem landið vermir neðsta sætið. Skilvirkni hins opinbera og atvinnulífsins þykir einnig léleg í samanburði við önnur lönd en þar má helst finna veikleika í fjármálum ríkisins, umgjörð stofnana og fjármögnun. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir samskeppnishæfni landsins hafa staðið í stað en Ísland hefur fallið um eitt sæti á listanum frá síðasta ári. „Það sem þessar niðurstöður staðfesta er að hér ríkir efnahagsleg stöðnun. Við erum ekki að hliðrast niður á við og ekkert að hliðrast upp á við að neinu ráði.“ „Þessi úttekt er prýðilegur leiðarvísir fyrir það sem við þurfum að gera til að bæta hér samfélagsstöðu, efnahagslega frammistöðu og að sjálfsögðu lífskjör,“ segir Finnur. Hong Kong og Bandaríkin sitja jöfn í efsta sæti listans og eru Norðurlöndin, að Íslandi frátöldu, á meðal 15 samkeppnishæfustu þjóða heims. Ísland fær hins vegar svipaða einkunn og lönd á borð við Tæland, Indland, Pólland og Kasakstan. Það sem skilur þó íslenska hagkerfið frá hagkerfum þessara þjóða eru samfélagslegir innviðir landsins sem þykja með þeim bestu í heimi. Samfélagslegu innviðirnir taka tillit til heilsu, menntamála og grunninnviða, svo sem aðgengi að vatni, vegakerfi og rafmagni. Finnur segir Íslendinga þess vegna hafa alla burði til að vinna sig hratt út úr efnahagsvandræðum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira