Fimmtán mótmælendur á Sýrlandi, hið minnsta, eru látnir eftir að öryggissveitir réðust að þeim með skotvotpnum og táragasi.
Dauðsföllinn áttu sér stað í höfuðborginni Damaskus, samkvæmt Sky News fréttastofunni.
Um fjörutíu þúsund mótmælendur höfðu safnast saman í Douma, úthverfi Damaskus, og söngluðu: Fólkið vill stjórnina frá
Þetta er sama ákall mótmælenda og áður kom frá borgurum í Egyptalandi og Túnis.
Fregnir berast af mótmælum um allt Sýrland, meðal annars í strandborginni Banaias, þar sem mótmælin hófust fyrir um mánuði.
Samkvæmt Amnesty International hafa 220 manns verið drepnir í Sýrlandi á síðustu vikum.
Fimmtán mótmælendur drepnir á Sýrlandi
