Lífið

Ekki nógu fínir fyrir Hörpuna

KK og Maggi Eiríks spila á Kaffi Rósenberg á morgun. Mynd/Valli
KK og Maggi Eiríks spila á Kaffi Rósenberg á morgun. Mynd/Valli
„Þetta er okkar Harpa," segir tónlistarmaðurinn KK sem spilar með Magga Eiríks á Kaffi Rósenberg á morgun kl. 22. KK og Maggi eru báðir heiðursmeðlimir Blúsfélags Reykjavíkur og hafa gefið út sex plötur saman, þar á meðal þrjár vinsælar Ferðalaga-plötur. Þeir hafa spilað reglulega á Rósenberg um árin enda líður þeim ákaflega vel þar.

„Við eigum heima þarna en ekki í Hörpu. Ég efast um að við eigum eftir að spila í fína salnum þar. Hann er fyrir fína fólkið og ég hef aldrei átt réttu búningana til að vera þar," segir KK. „Ég veit ekki hvort mér yrði hleypt inn, ég efast um það. Ég á heldur ekki nógu mikið af gimsteinum sem rjátlar í."

Hann nefnir Austurbæ einnig sem skemmtilegri tónleikastað en Hörpuna, sem opnaði nýverið með pompi og prakt. „Vladimir Ashkenazy, The Kinks og Louis Armstrong spiluðu þar. Ég held við pössum betur inn í innréttinguna þar," segir hann um Austurbæ. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.