Erlent

Refsað fyrir að snerta skólasystur sína

Það er bannað að faðmast. Myndin er úr  safni.
Það er bannað að faðmast. Myndin er úr safni.
Foreldrar í grunnskóla í Suður-London í Englandi eru hneykslaðir á strangri reglu skólans um að snertingar séu bannaðar. Þannig þurfti tíu ára gömul stúlka að sitja eftir vegna þess að hún faðmaði skólasystur sína samkvæmt fréttamiðlinum The Sun.

Þá eru til dæmi um að fimmtán ára unglingur hafi lent í vandræðum fyrir að gefa skólasystkini sínu fimmu á skólaganginum.

Foreldrar segja regluna kuldalega og svipta börnin þeim þroska sem því fylgir að koma við aðra, að þeirra sögn.

Skólayfirvöld standa hinsvegar fast á sínu og segja regluna tilkomna vegna eineltis og slagsmála í skólanum. Þannig geti líkamleg snerting fljótlega orðið að átökum á milli nemanda að sögn talsmanns skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×