Enski boltinn

Dalglish vill fá þrjá leikmenn frá Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenny Dalglish talar hér við Gary McAllister, aðstoðarstjóra Aston Villa.
Kenny Dalglish talar hér við Gary McAllister, aðstoðarstjóra Aston Villa. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur mikinn áhuga á leikmönnum Aston Villa þessa dagana því skoski stjórinn vill fá bandaríska markvörðinn Brad Friedel og landsliðsmennina Ashley Young og Stewart Downing á Anfield fyrir næsta tímabil.

Samningur Brad Friedel rennur út í sumar, Ashley Young á 12 mánuði eftir af sínum samningi og Stewart Downing, sem hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa, á eftir tvö ár af sínum samningi.

Liverpool er ekki eina félagið sem hefur mikinn áhuga á þessum leikmönnum,  Manchester United vill fá Ashley Young og Arsenal hefur sýnt Stewart Downing áhuga.

Liverpool er ennfremur tilbúið að selja franska framherjann David Ngog fyrir átta milljónir punda og hafa lið í Evrópu sýnt þessum 22 ára gamla sóknarmanni áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×