Erlent

Air France þotan hrapaði á 3,5 mínútum

Óli Tynes skrifar
Stél Airbus þotunnar.
Stél Airbus þotunnar.
Air France þotan sem fórst fyrir tveim árum á leið frá Rio til Parísar hrapaði í sjóinn úr 38 þúsund feta hæð á aðeins 3,5 mínútum eftir að hún ofreis. Þetta kemur fram í upplýsingum sem sóttar voru  í flugrita vélarinnar. Allir um borð fórust, samtals 228 manns.

 

Upplýsingarnar benda einnig til þess að hraðamælar vélarinnar hafi gefið misvísandi upplýsingar en réttur flughraði er lífsnauðsynlegur í svona mikilli hæð. Skil á milli rétts og rangs flughraða eru ákaflega lítil í þunnu loftinu. Á flugmannamáli er það kallað "Coffin corner" eða líkkistuhornið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×