Innlent

Kannabisræktandi dæmdur

Maðurinn var tekinn með plöntur og lauf.
Maðurinn var tekinn með plöntur og lauf.
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun og vörslu kannabislaufa. Efnin fundust við húsleit lögreglu hjá honum.

Um var að ræða 87,75 grömm af kannabislaufum og 17 kannabisplöntur, sem hann geymdi á heimili sínu í Reykjavík. Maðurinn játaði brot sitt.

Honum hefur nokkrum sinnum verið gerð refsing fyrir umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×