Fréttaskýring: Förgun skilakjöts kostar tugi milljóna 28. júní 2011 13:00 Bónus vill afnema skilarétt á kjötvörum. Vonast er til að það lækki vöruverð. Fréttablaðið/Hrönn Hvað verður um kjöt sem verslanir senda til baka til kjötvinnslna? Förgun kjötvöru sem kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska ehf. fær til baka vegna skilaréttar kostar fyrirtækið tugi milljóna króna á ári, að sögn Sigmundar Einars Ófeigssonar framkvæmdastjóra. Hann segir Norðlenska ekki bjóða mötuneytum kjötvöru sem sé að renna út á tíma. „Við vitum auðvitað ekki hvernig kælingin í verslununum hefur verið. Sumt af skilavöru sem fryst er fyrir síðasta söludag getum við nýtt í okkar eigin mötuneyti,“ greinir Sigmundur frá. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja kjötvörurnar úr verslunum fyrir síðasta söludag. „Neytandinn hættir að kaupa vörurnar þegar einn til tveir dagar eru eftir í síðasta söludag. Varan lifir samt í nokkra daga eftir það. Verðmætin sem fara í súginn eru mikil. Senda þarf vöruna aftur til okkar og við tökum þann kostnað á okkur. Vegna flokkunar sorps þarf að taka vöruna úr plastinu og það er heilmikil vinna.“ Inntur eftir því hvort þessi kostnaður fari ekki út í verðlagið segir Sigmundur að eflaust sé það neytandinn sem borgi á endanum. Hins vegar sé erfitt að meta hvort hugmyndir Bónuss um afnám skilaréttarins lækki vöruverð. Vegna skilaréttarins hafa kjötsalar ákveðið magn kjöts sem fer í verslanir og raðað því í hillur. „Vonandi kemur breytingin neytendum til góða en eftir er að sjá hvernig úr þessu spilast.“ Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis, segir reynt að fjarlægja kjötvöruna úr verslunum áður en hún rennur út. „Við seljum hana þá einhverjum öðrum í einhvers konar mötuneyti og svoleiðis.“ Hann segir enga reglu gilda um hvaða vörur séu seldar mötuneytum. „Það er bara unnið úr þessum málum. Tökum sem dæmi lambalæri sem á stendur að síðasti söludagur sé þriðjudagur. Þá er það tekið úr sölu á mánudegi. Það er ekkert mál að selja það með afslætti í mötuneyti sem eldar úr því á þriðjudeginum.“ Yfirkokkurinn á Vogi, Haukur Hermannsson, segir hægt að gera góða samninga við kjötvinnslufyrirtæki um kaup á skilavöru. „Afslátturinn hefur verið um fimmtíu prósent. Ég kaupi hins vegar aldrei ferskvöru. Ég hef keypt hamborgarhryggi eftir stórhátíðir en þá safnast kannski upp birgðir. Varan er fersk fram á síðasta söludag og þá er hún fryst. Ég tæki aldrei séns á að kaupa ferska vöru komna á tíma.“ Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, segir samkomulagið um skilarétt ekki eðlilega viðskiptahætti. „Ég fagna hugmynd Bónuss um afnám skilaréttar. Mín skoðun er sú að neytendur eigi að fá að njóta þess þegar styttast fer í líftíma vörunnar, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Við tókum okkar eigin ákvörðun um afnám skilaréttar og erum að vinna okkur út úr þessu. Reyndar truflar þetta okkur minnst, þar sem við vinnum mest með frosið kjöt. Svo á eftir að koma í ljós hvort þeir sem eru með þannig stöðu að þeir vilja ekki hleypa öðrum að í verslununum vilja halda í þessa viðskiptahætti.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Hvað verður um kjöt sem verslanir senda til baka til kjötvinnslna? Förgun kjötvöru sem kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska ehf. fær til baka vegna skilaréttar kostar fyrirtækið tugi milljóna króna á ári, að sögn Sigmundar Einars Ófeigssonar framkvæmdastjóra. Hann segir Norðlenska ekki bjóða mötuneytum kjötvöru sem sé að renna út á tíma. „Við vitum auðvitað ekki hvernig kælingin í verslununum hefur verið. Sumt af skilavöru sem fryst er fyrir síðasta söludag getum við nýtt í okkar eigin mötuneyti,“ greinir Sigmundur frá. Hann segir starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja kjötvörurnar úr verslunum fyrir síðasta söludag. „Neytandinn hættir að kaupa vörurnar þegar einn til tveir dagar eru eftir í síðasta söludag. Varan lifir samt í nokkra daga eftir það. Verðmætin sem fara í súginn eru mikil. Senda þarf vöruna aftur til okkar og við tökum þann kostnað á okkur. Vegna flokkunar sorps þarf að taka vöruna úr plastinu og það er heilmikil vinna.“ Inntur eftir því hvort þessi kostnaður fari ekki út í verðlagið segir Sigmundur að eflaust sé það neytandinn sem borgi á endanum. Hins vegar sé erfitt að meta hvort hugmyndir Bónuss um afnám skilaréttarins lækki vöruverð. Vegna skilaréttarins hafa kjötsalar ákveðið magn kjöts sem fer í verslanir og raðað því í hillur. „Vonandi kemur breytingin neytendum til góða en eftir er að sjá hvernig úr þessu spilast.“ Eiður Gunnlaugsson, forstjóri Kjarnafæðis, segir reynt að fjarlægja kjötvöruna úr verslunum áður en hún rennur út. „Við seljum hana þá einhverjum öðrum í einhvers konar mötuneyti og svoleiðis.“ Hann segir enga reglu gilda um hvaða vörur séu seldar mötuneytum. „Það er bara unnið úr þessum málum. Tökum sem dæmi lambalæri sem á stendur að síðasti söludagur sé þriðjudagur. Þá er það tekið úr sölu á mánudegi. Það er ekkert mál að selja það með afslætti í mötuneyti sem eldar úr því á þriðjudeginum.“ Yfirkokkurinn á Vogi, Haukur Hermannsson, segir hægt að gera góða samninga við kjötvinnslufyrirtæki um kaup á skilavöru. „Afslátturinn hefur verið um fimmtíu prósent. Ég kaupi hins vegar aldrei ferskvöru. Ég hef keypt hamborgarhryggi eftir stórhátíðir en þá safnast kannski upp birgðir. Varan er fersk fram á síðasta söludag og þá er hún fryst. Ég tæki aldrei séns á að kaupa ferska vöru komna á tíma.“ Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar Kaupfélags Skagfirðinga, segir samkomulagið um skilarétt ekki eðlilega viðskiptahætti. „Ég fagna hugmynd Bónuss um afnám skilaréttar. Mín skoðun er sú að neytendur eigi að fá að njóta þess þegar styttast fer í líftíma vörunnar, eins og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Við tókum okkar eigin ákvörðun um afnám skilaréttar og erum að vinna okkur út úr þessu. Reyndar truflar þetta okkur minnst, þar sem við vinnum mest með frosið kjöt. Svo á eftir að koma í ljós hvort þeir sem eru með þannig stöðu að þeir vilja ekki hleypa öðrum að í verslununum vilja halda í þessa viðskiptahætti.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira