Fréttaskýring: Samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög 28. júní 2011 08:00 Í tillögum mannréttindaráðs segir að fulltrúar trúarhópa megi ekki heimsækja skóla á skólatíma komi þeir í trúarlegum tilgangi. Mynd/Vilhelm Hvernig standa tillögur mannréttindaráðs um samskipti kirkju og skóla eftir umsagnaferli? Breytingartillögur mannréttinda-ráðs Reykjavíkurborgar varðandi samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög hafa nú fengið umfjöllun hjá velferðarráði, menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar. Ráðin fengu tillögurnar á sín borð í lok síðasta árs en Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur umsjón með endanlegum tillögum, sem bíða afgreiðslu borgarráðs. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á tillögum mannréttindaráðs frá því að þær voru fyrst lagðar fram. Eftir umsagnarferli ráðanna þriggja hafa enn fleiri aðlaganir verið gerðar. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, telur ólíklegt að borgarráð muni gera enn frekari breytingar á tillögunum. „Mér finnst það nokkuð langsótt, þar sem málið hefur nú lokið öllu sínu umsagnarferli,“ segir Anna. „Svo verður það okkar hlutverk hjá Mannréttindaskrifstofu að sjá til þess að reglunum verði fylgt eftir, verði þær samþykktar.“ Anna segir það afar mikilvægt fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla að setja reglur sem þessar. Mannréttindaskrifstofa fái mikið af fyrirspurnum og athugasemdum um þessi mál, bæði frá starfsfólki skólanna og foreldrum. „Þetta er á báða bóga. Það er ekki eintóm sæla og ánægja með það að verið sé að koma með trúmál inn í skólana. Það er líka erfitt fyrir þá stjórnendur sem hafa ákveðið að hleypa prestum ekki inn í starfið og það er meðal annars vegna þess sem það er mikilvægt að setja skýrar reglur.“ Í mannréttindastefnu Reykjavíkur, sem samþykkt var árið 2006, er meðal annars kveðið á um að íbúum verði ekki mismunað eftir lífs- og trúarskoðunum. Mannréttindaráð segir í tillögu sinni að lagt sé til að reglurnar verði samþykktar í ljósi niðurstöðu skýrslu frá árinu 2007 þar sem fram kom að móta þyrfti skýrar starfsreglur um samskipti trúar- og lífsskoðunarhópa og skóla Reykjavíkurborgar. sunna@frettabladid.is Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Hvernig standa tillögur mannréttindaráðs um samskipti kirkju og skóla eftir umsagnaferli? Breytingartillögur mannréttinda-ráðs Reykjavíkurborgar varðandi samskipti leik- og grunnskóla við trúfélög hafa nú fengið umfjöllun hjá velferðarráði, menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar. Ráðin fengu tillögurnar á sín borð í lok síðasta árs en Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkur hefur umsjón með endanlegum tillögum, sem bíða afgreiðslu borgarráðs. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á tillögum mannréttindaráðs frá því að þær voru fyrst lagðar fram. Eftir umsagnarferli ráðanna þriggja hafa enn fleiri aðlaganir verið gerðar. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, telur ólíklegt að borgarráð muni gera enn frekari breytingar á tillögunum. „Mér finnst það nokkuð langsótt, þar sem málið hefur nú lokið öllu sínu umsagnarferli,“ segir Anna. „Svo verður það okkar hlutverk hjá Mannréttindaskrifstofu að sjá til þess að reglunum verði fylgt eftir, verði þær samþykktar.“ Anna segir það afar mikilvægt fyrir stjórnendur leik- og grunnskóla að setja reglur sem þessar. Mannréttindaskrifstofa fái mikið af fyrirspurnum og athugasemdum um þessi mál, bæði frá starfsfólki skólanna og foreldrum. „Þetta er á báða bóga. Það er ekki eintóm sæla og ánægja með það að verið sé að koma með trúmál inn í skólana. Það er líka erfitt fyrir þá stjórnendur sem hafa ákveðið að hleypa prestum ekki inn í starfið og það er meðal annars vegna þess sem það er mikilvægt að setja skýrar reglur.“ Í mannréttindastefnu Reykjavíkur, sem samþykkt var árið 2006, er meðal annars kveðið á um að íbúum verði ekki mismunað eftir lífs- og trúarskoðunum. Mannréttindaráð segir í tillögu sinni að lagt sé til að reglurnar verði samþykktar í ljósi niðurstöðu skýrslu frá árinu 2007 þar sem fram kom að móta þyrfti skýrar starfsreglur um samskipti trúar- og lífsskoðunarhópa og skóla Reykjavíkurborgar. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira