Grunaður um tvær nauðganir - Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald 28. júní 2011 16:55 Hæstiréttur Íslands Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tvær nauðganir með um mánaðar millibili. Hann skal að minnsta kosti sæta gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Fyrri nauðgunin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins langa síðastliðinn en þá er hann sagður hafa neytt stúlku til þess að hafa samfarir við sig og félaga sinn. Hinn maðurinn var þessu mótfallinn en maðurinn skipaði honum að taka þátt og hátaði hann báðum barsmíðum ef þau létu ekki að óskum hans. Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa haft samfarir við stúlkuna en segir það hafa verið með samþykki allra. Vitnisburður stúlkunnar og hins mannsins þykir hinsvegar renna stoðum undir að um nauðgun hafi verið að ræða. Fjórum dögum síðar er maðurinn sakaður um að hafa brotið gegn annarri stúlku á dvalarstað sínum í Reykjavík. Þau hafi áður verið í samskiptum á Facebook en ákveðið að hittast umrætt kvöld. Til að byrja með hafi stúlkan verið samþykk samræði við manninn en þegar leið á hafi maðurinn orðið mjög ógnandi og fór að beita hana ofbeldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms segir: „Hafi hann m.a. þvingað hana til munnmaka, endaþarmsmaka, rifið í hár hennar, bitið hana, slegið hana utanundir og klipið fast í brjóst hennar. Þá hafi hann sagt hana vera hans „eign" og hafi greipið þéttingsfast um háls hennar og hótað því að hálsbrjóta hana ef hún hefði aftur samræði við fyrrverandi kærasta sinn." Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa haft samræði við stúlkuna en fullyrðir að það hafi verið með hennar samþykki. Hann sagðist kannast við hafa verið „smá harkalegur" en hún hafi vitað hvað hann vildi, enda hafi hann sagt við hana að hann væri „ekki góður strákur og enginn trúboðagaur." Þá sagðist hann aðhyllast „rough sex" og hafi stúlkan mátt vita það. Afbrotin sem maðurinn er grunaður um nema allt að 16 ára fangelsi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir: „Með vísan til tilvitnaðra lagaákvæða, alvarleika sakarefnis og á grundvelli almannahagsmuna þyki nauðsynlegt að ákærði sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gangi í máli hans.“ Búist er við að aðalmeðferð í málinu fari fram 7. og 8. júlí næstkomandi. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um tvær nauðganir með um mánaðar millibili. Hann skal að minnsta kosti sæta gæsluvarðhaldi til 22. júlí. Fyrri nauðgunin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins langa síðastliðinn en þá er hann sagður hafa neytt stúlku til þess að hafa samfarir við sig og félaga sinn. Hinn maðurinn var þessu mótfallinn en maðurinn skipaði honum að taka þátt og hátaði hann báðum barsmíðum ef þau létu ekki að óskum hans. Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa haft samfarir við stúlkuna en segir það hafa verið með samþykki allra. Vitnisburður stúlkunnar og hins mannsins þykir hinsvegar renna stoðum undir að um nauðgun hafi verið að ræða. Fjórum dögum síðar er maðurinn sakaður um að hafa brotið gegn annarri stúlku á dvalarstað sínum í Reykjavík. Þau hafi áður verið í samskiptum á Facebook en ákveðið að hittast umrætt kvöld. Til að byrja með hafi stúlkan verið samþykk samræði við manninn en þegar leið á hafi maðurinn orðið mjög ógnandi og fór að beita hana ofbeldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms segir: „Hafi hann m.a. þvingað hana til munnmaka, endaþarmsmaka, rifið í hár hennar, bitið hana, slegið hana utanundir og klipið fast í brjóst hennar. Þá hafi hann sagt hana vera hans „eign" og hafi greipið þéttingsfast um háls hennar og hótað því að hálsbrjóta hana ef hún hefði aftur samræði við fyrrverandi kærasta sinn." Við yfirheyrslur viðurkenndi maðurinn að hafa haft samræði við stúlkuna en fullyrðir að það hafi verið með hennar samþykki. Hann sagðist kannast við hafa verið „smá harkalegur" en hún hafi vitað hvað hann vildi, enda hafi hann sagt við hana að hann væri „ekki góður strákur og enginn trúboðagaur." Þá sagðist hann aðhyllast „rough sex" og hafi stúlkan mátt vita það. Afbrotin sem maðurinn er grunaður um nema allt að 16 ára fangelsi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir: „Með vísan til tilvitnaðra lagaákvæða, alvarleika sakarefnis og á grundvelli almannahagsmuna þyki nauðsynlegt að ákærði sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur gangi í máli hans.“ Búist er við að aðalmeðferð í málinu fari fram 7. og 8. júlí næstkomandi.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira