Dæmi um ógnir við vörslusviptingu 28. júní 2011 19:45 Lánþegi segir fjármögnunarfyrirtæki hafa sent kraftajötunn að heimili sínu að kvöldi sem krafðist vörslusviptingar með óljósum hótunum. Innanríkisráðherra segir ráðuneytinu hafa borist fjöldi ábendinga um að fjármögnunarfyrirtæki fari fram með offorsi við vörslusviptingar. Innanríkisráðuneytið varaði í dag við lögbrotum vegna vörslusviptinga, en á undanförnum mánuðum hefur ráðuneytinu borist kvartanir um slíkt framferði fjármögnunarfyrirtækja. „Ég hef fengið ábendingar og umkvartnir frá aðilum sem segja að farið sé fram af miklu offarsi við vörsluskiptingar," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Í aðvörun ráðuneytisins kemur fram að þeir sem framkvæmi vörslusviptingar verði ávallt að hafa til þess skýra heimild. Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson höfðaði mál vegna vörslusviptinga fyrr á þessu ári. Hann segir að umbjóðendum sínum hafa verið ógnað af þeim sem framkvæmdu vörslusviptinguna fyrir fjármögnunarfyrirtækið. „Þá tóku umbjóðendur mínir eftir því að setið var fyrir heimili þeirra. Það kom fílefldur einstaklingur til þeirra og bankaði upp hjá þeim. Framkoma þessa einstaklings var með þeim hætti að umbjóðendum mínum fannst þeim vera verulega ógnað." Sævar segist vita um tvö önnur slík dæmi. „Þar sem mínum umbjóðendum hefur fundist þeim verulega ógnað þar sem þeir fá óljósar hótanir sem geta falið í sér líkamlegt ofbeldi." Hinrik Laxdal, er umbjóðandi Sævars. Hann segir þrekvaxinn og ógnandi mann hafa komið heim til sín að kvöldi þegar konan hans var ein heima. Maðurinn sem var í umboði fjármögnunarfyrirtækis krafðist þess að fá fellihýsi hjónanna afhent. „Hann var með stæla og ógnandi við hana. Hún er ekki vön að taka á móti svona fólki á tröppunum heima." Hinrik segir reynsluna ekki þægilega. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
Lánþegi segir fjármögnunarfyrirtæki hafa sent kraftajötunn að heimili sínu að kvöldi sem krafðist vörslusviptingar með óljósum hótunum. Innanríkisráðherra segir ráðuneytinu hafa borist fjöldi ábendinga um að fjármögnunarfyrirtæki fari fram með offorsi við vörslusviptingar. Innanríkisráðuneytið varaði í dag við lögbrotum vegna vörslusviptinga, en á undanförnum mánuðum hefur ráðuneytinu borist kvartanir um slíkt framferði fjármögnunarfyrirtækja. „Ég hef fengið ábendingar og umkvartnir frá aðilum sem segja að farið sé fram af miklu offarsi við vörsluskiptingar," segir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Í aðvörun ráðuneytisins kemur fram að þeir sem framkvæmi vörslusviptingar verði ávallt að hafa til þess skýra heimild. Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson höfðaði mál vegna vörslusviptinga fyrr á þessu ári. Hann segir að umbjóðendum sínum hafa verið ógnað af þeim sem framkvæmdu vörslusviptinguna fyrir fjármögnunarfyrirtækið. „Þá tóku umbjóðendur mínir eftir því að setið var fyrir heimili þeirra. Það kom fílefldur einstaklingur til þeirra og bankaði upp hjá þeim. Framkoma þessa einstaklings var með þeim hætti að umbjóðendum mínum fannst þeim vera verulega ógnað." Sævar segist vita um tvö önnur slík dæmi. „Þar sem mínum umbjóðendum hefur fundist þeim verulega ógnað þar sem þeir fá óljósar hótanir sem geta falið í sér líkamlegt ofbeldi." Hinrik Laxdal, er umbjóðandi Sævars. Hann segir þrekvaxinn og ógnandi mann hafa komið heim til sín að kvöldi þegar konan hans var ein heima. Maðurinn sem var í umboði fjármögnunarfyrirtækis krafðist þess að fá fellihýsi hjónanna afhent. „Hann var með stæla og ógnandi við hana. Hún er ekki vön að taka á móti svona fólki á tröppunum heima." Hinrik segir reynsluna ekki þægilega.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira