Erlent

Staðgöngumóðir neitaði að afhenda ofbeldisfullum foreldrum barnið

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.

Kona á þrítugsaldri í Bretlandi sigraði dómsmál gegn efnuðum hjónum sem höfðu ráðið hana sem staðgöngumóður. Konan átti að fá um milljón íslenskra króna fyrir að ganga með barnið.

Hún hætti hinsvegar við á miðri meðgöngu eftir að eiginkona mannsins sagði henni frá ofbeldisfullri hegðun hans. Meðal annars trúði hún staðgöngumóðurinni fyrir því að maðurinn hefði reynt að kæfa hana með bílbelti.

Þá fullyrti staðgöngumóðirinn fyrir breskum dómstólum að hún hefði orðið vitni að því þegar húsmóðirinn sjálf gekk í skrokk á unglingi og skellti höfði hans við ofn. Að auki hafði faðirinn gert það að skilyrði að ef barnið væri með Down-heilkenni þá yrði hún að fara í fóstureyðingu. Þá á maðurinn að hafa líkt einstaklingum með Downs-heilkenni við dýr.

Fyrir vikið ákvað konan, sem er ekki nefnd á nafn í breskum fjölmiðlum, að halda barninu þar sem hún gat ekki hugsað sér að láta það í hendur hjónanna.

Hjónin brugðust illa við og stefndu móðirinni. Þá mætti eiginkonan á fæðingardeildina stuttu eftir að barnið fæddist og grátbað konuna um að fá að taka það með sér heim. Móðirin stóð hinsvegar fast á sínu.

Réttahöldin tóku sex mánuði og dómarinn dæmdi staðgöngumóðirinni í vil að lokum. Rök dómarans voru þau að það væri barninu fyrir bestu að vera hjá staðgöngumóðurinni, sem er fyrir tveggja barna móðir og lifir á bótum samkvæmt breskum fjölmiðlum.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×