Seinni hálfleikur að hefjast 30. júlí 2011 15:30 Mynd/Stefán Karlsson "Þetta eru dálítil tímamót, það er alveg ljóst. Maður fær að minnsta kosti þá tilfinningu að seinni hálfleikur sé að hefjast," segir Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður spurður hvernig honum finnist að vera fimmtugur í dag. "Ég ætla pottþétt að halda upp á afmælið en þetta er verslunarmannahelgi og erfitt að ná fólki saman, þannig að ég fresta því eitthvað." Arnór er Þingeyingur í húð og hár. "Ég fæddist á Húsavík og átti þar heima fyrstu níu árin." Í fótboltafjölskyldu? "Já, pabbi var að sprikla með Völs-ungi á Húsavík og það kviknaði rosalega fljótt áhugi hjá mér. Ég fór með honum á flestallar æfingar, var svo með boltann á tánum á daginn og svaf með hann í fanginu á nóttunni." Hann segir mikinn spenning hafa verið fyrir fótbolta á Húsavík á þessum tíma og yngri flokkana oft farið langleiðina í úrslit. "Svo eltist maður og efldist og þegar ég áttaði mig á að ég gat eitthvað þá stefndi hugurinn í atvinnumennskuna," segir Arnór. "Við strákarnir höfðum sterka fyrirmynd sem var Ásgeir Sigurvinsson og það var alltaf draumur að feta í fótspor hans. Ég og Pétur Pétursson fórum út 1978, í kjölfarið var farið að fylgjast með íslenska markaðinum og næstu árin fór þó nokkuð af strákum út," rifjar hann upp. Arnór var 12 ár í Belgíu, tvö í Frakklandi og sex í Svíþjóð. "Þetta var gríðarlega mikill skóli. Ég kynntist mörgu fólki, mikilli velgengni og minni velgengni. Öllum pakkanum. Besti árangurinn var í Belgíu. Árin tvö í Frakklandi voru góð en félagið mitt, Bordeaux, lenti í ákveðnum fjárhagserfiðleikum. Ég spilaði þar með mörgum góðum drengjum sem síðar urðu heimsmeistarar með Frökkum. Svo leið mér rosalega vel í Svíþjóð." Þótt minna fari fyrir Arnóri á vellinum nú er hann að vinna við knattspyrnuna, meðal annars sem umboðsmaður afreksmanna. "Mér líður best í þessum blessaða fótboltaheimi, eitthvað að stússast," segir hann. "Aðallega hef ég verið að vinna fyrir strákinn minn, hann Eið Smára og svo eru tveir, þrír aðrir sem ég er að sinna." Allir þekkja árangur Eiðs Smára í boltanum, auk hans á Arnór tvo syni sem báðir eru knattspyrnuáhugamenn, annar er nýorðinn 18 ára, hinn verður 11 ára í september. "Svo á ég þrjá afastráka," tekur Arnór fram. "Sá elsti er þegar kominn með gríðarlegan áhuga á boltanum." gun@frettabladid.is Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
"Þetta eru dálítil tímamót, það er alveg ljóst. Maður fær að minnsta kosti þá tilfinningu að seinni hálfleikur sé að hefjast," segir Arnór Guðjohnsen knattspyrnumaður spurður hvernig honum finnist að vera fimmtugur í dag. "Ég ætla pottþétt að halda upp á afmælið en þetta er verslunarmannahelgi og erfitt að ná fólki saman, þannig að ég fresta því eitthvað." Arnór er Þingeyingur í húð og hár. "Ég fæddist á Húsavík og átti þar heima fyrstu níu árin." Í fótboltafjölskyldu? "Já, pabbi var að sprikla með Völs-ungi á Húsavík og það kviknaði rosalega fljótt áhugi hjá mér. Ég fór með honum á flestallar æfingar, var svo með boltann á tánum á daginn og svaf með hann í fanginu á nóttunni." Hann segir mikinn spenning hafa verið fyrir fótbolta á Húsavík á þessum tíma og yngri flokkana oft farið langleiðina í úrslit. "Svo eltist maður og efldist og þegar ég áttaði mig á að ég gat eitthvað þá stefndi hugurinn í atvinnumennskuna," segir Arnór. "Við strákarnir höfðum sterka fyrirmynd sem var Ásgeir Sigurvinsson og það var alltaf draumur að feta í fótspor hans. Ég og Pétur Pétursson fórum út 1978, í kjölfarið var farið að fylgjast með íslenska markaðinum og næstu árin fór þó nokkuð af strákum út," rifjar hann upp. Arnór var 12 ár í Belgíu, tvö í Frakklandi og sex í Svíþjóð. "Þetta var gríðarlega mikill skóli. Ég kynntist mörgu fólki, mikilli velgengni og minni velgengni. Öllum pakkanum. Besti árangurinn var í Belgíu. Árin tvö í Frakklandi voru góð en félagið mitt, Bordeaux, lenti í ákveðnum fjárhagserfiðleikum. Ég spilaði þar með mörgum góðum drengjum sem síðar urðu heimsmeistarar með Frökkum. Svo leið mér rosalega vel í Svíþjóð." Þótt minna fari fyrir Arnóri á vellinum nú er hann að vinna við knattspyrnuna, meðal annars sem umboðsmaður afreksmanna. "Mér líður best í þessum blessaða fótboltaheimi, eitthvað að stússast," segir hann. "Aðallega hef ég verið að vinna fyrir strákinn minn, hann Eið Smára og svo eru tveir, þrír aðrir sem ég er að sinna." Allir þekkja árangur Eiðs Smára í boltanum, auk hans á Arnór tvo syni sem báðir eru knattspyrnuáhugamenn, annar er nýorðinn 18 ára, hinn verður 11 ára í september. "Svo á ég þrjá afastráka," tekur Arnór fram. "Sá elsti er þegar kominn með gríðarlegan áhuga á boltanum." gun@frettabladid.is
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Græna gímaldið ljótast Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Melanie Watson er látin Lífið Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Fleiri fréttir Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein