Enski boltinn

Park frá í mánuð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Park Ji-Sung getur ekki spilað með Manchester United næsta mánuðinn þar sem hann meiddist á lærvöðva á æfingu á föstudaginn.

Park var nýkominn aftur til United eftir að hafa spilað með landsliði Suður-Kóreu á Asíumótinu sem fór fram í Katar.

„Hann verður frá í heilan mánuð sem er mikið áfall fyrir okkur," sagði Alex Ferguson, stjóri United, í viðtali á heimasíðu félagsins.

Park mun samkvæmt þessu missa af leikjunum sem United á fram undan gegn Crawley í ensku bikarkeppninni, Marseille í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Wigan, Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að Antonio Valencia er byrjaður að æfa á ný og er á góðum batavegi eftir meiðslin sem hann varð fyrir í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×