Stjórnarformaður Úlfsins: Kemur á óvart að vera tengdir við samráðið 9. mars 2011 07:00 Húsleitir og handtökur Úlfurinn hefur veitt stóru fyrirtækjunum Byko og Húsasmiðjunni samkeppni í sölu grófra vara á borð við gips og steypustyrktarjárn. Nú hefur Samkeppniseftirlitið kært meint ólöglegt samráð fyrirtækjanna. Fréttablaðið/Pjetur Nítján starfsmenn Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins byggingarvara voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í gær vegna rannsóknar á meintu broti mannanna á ákvæðum laga um bann við samráði um verð, gerð tilboða og skiptingu markaða. Starfsmennirnir voru handteknir þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá fyrirtækjunum þremur. Mönnum var öllum sleppt eftir yfirheyrslurnar. Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum þeirra. „Rannsókn ríkislögreglustjóra beinist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og grundvallast á kæru Samkeppniseftirlitsins, en þau brot sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu samkeppniseftirlitsins. „Samhliða rannsókn lögreglu á ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna hefur Samkeppniseftirlitið til rannsóknar hugsanleg brot hlutaðeigandi fyrirtækja á banni við ólögmætu samráði, en slík brot varða fyrirtæki meðal annars stjórnvaldssektum.“ Við aðgerðina naut ríkislögreglustjóri og Samkeppniseftirlitið aðstoðar starfsmanna sérstaks saksóknara, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lagt var hald á gögn og muni. Rannsóknin mun beinast að markaði með grófvörur á byggingarmarkaðinum. Byko og Húsasmiðjan sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. „Af þessu tilefni vill Húsasmiðjan taka fram að hún vísar öllum ásökunum um verðsamráð á bug. Fyrirtækið mun að sjálfsögðu aðstoða við rannsókn málsins enda hefur það ekkert að fela,“ segir í yfirlýsingu frá Sigurði Arnari Sigurðssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar. Byko kveðst ávallt hafa lagt sig fram um að tryggja að starfsemi þess og viðbrögð á markaði væru í samræmi við samkeppnislög. „Fyrirtækið hefur unnið með rannsóknaraðilum og afhent þau gögn sem óskað hefur verið eftir. BYKO gerir ekki athugasemdir við að rannsóknaraðilar ræki skyldur sínar með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Iðunni Jónsdóttur, stjórnarformanni Byko. „Það kemur okkur mjög á óvart að vera tengdir við þessa rannsókn. Við höfum ekki tekið þátt í neinu samráði og ég býst við að við verðum fljótlega úr sögunni í þessu máli,“ segir Guðmundur Þór Jóhannsson, stjórnarformaður Úlfsins. Fyrirtækið tók til starfa á árinu 2007 og sérhæfði sig í sölu grófra byggingarvara á borð við gips, krossvið. þakpappa, steypustyrktarjárn og plasteinangrun. Aðeins einn starfsmaður er nú hjá Úlfinum, sem að sögn Guðmundar er að leggja af áðurnefnda starfsemi. gar@frettabladid.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
Nítján starfsmenn Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins byggingarvara voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í gær vegna rannsóknar á meintu broti mannanna á ákvæðum laga um bann við samráði um verð, gerð tilboða og skiptingu markaða. Starfsmennirnir voru handteknir þegar efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit hjá fyrirtækjunum þremur. Mönnum var öllum sleppt eftir yfirheyrslurnar. Allt að sex ára fangelsi liggur við meintum brotum þeirra. „Rannsókn ríkislögreglustjóra beinist að ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna og grundvallast á kæru Samkeppniseftirlitsins, en þau brot sæta rannsókn lögreglu að undangenginni kæru stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu samkeppniseftirlitsins. „Samhliða rannsókn lögreglu á ætluðum brotum starfsmanna fyrirtækjanna hefur Samkeppniseftirlitið til rannsóknar hugsanleg brot hlutaðeigandi fyrirtækja á banni við ólögmætu samráði, en slík brot varða fyrirtæki meðal annars stjórnvaldssektum.“ Við aðgerðina naut ríkislögreglustjóri og Samkeppniseftirlitið aðstoðar starfsmanna sérstaks saksóknara, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og lögreglustjórans á Suðurnesjum. Lagt var hald á gögn og muni. Rannsóknin mun beinast að markaði með grófvörur á byggingarmarkaðinum. Byko og Húsasmiðjan sendu frá sér yfirlýsingar vegna málsins. „Af þessu tilefni vill Húsasmiðjan taka fram að hún vísar öllum ásökunum um verðsamráð á bug. Fyrirtækið mun að sjálfsögðu aðstoða við rannsókn málsins enda hefur það ekkert að fela,“ segir í yfirlýsingu frá Sigurði Arnari Sigurðssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar. Byko kveðst ávallt hafa lagt sig fram um að tryggja að starfsemi þess og viðbrögð á markaði væru í samræmi við samkeppnislög. „Fyrirtækið hefur unnið með rannsóknaraðilum og afhent þau gögn sem óskað hefur verið eftir. BYKO gerir ekki athugasemdir við að rannsóknaraðilar ræki skyldur sínar með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Iðunni Jónsdóttur, stjórnarformanni Byko. „Það kemur okkur mjög á óvart að vera tengdir við þessa rannsókn. Við höfum ekki tekið þátt í neinu samráði og ég býst við að við verðum fljótlega úr sögunni í þessu máli,“ segir Guðmundur Þór Jóhannsson, stjórnarformaður Úlfsins. Fyrirtækið tók til starfa á árinu 2007 og sérhæfði sig í sölu grófra byggingarvara á borð við gips, krossvið. þakpappa, steypustyrktarjárn og plasteinangrun. Aðeins einn starfsmaður er nú hjá Úlfinum, sem að sögn Guðmundar er að leggja af áðurnefnda starfsemi. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði