Innlent

Vítisenglar ósáttir við ummæli Ögmundar og leita til dómstóla

Vélhjólasamtökin Vítisenglar hafa stefnt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir meiðyrði. Á vefmiðlinum Smugunni er greint frá því að ráðherranum hafi verið afhent stefnan í gær. Forseti samtakanna, Einar „Boom“ Marteinsson hafði áður lýst því yfir í DV að hann hyggðist stefna Ögmundi en ástæðan mun vera sú að ráðherrann hafi ítrekað á opinberum vettvangi kallað Vítisengla glæpasamtök.

Á dv.is er haft eftir Einari að Vítisenglarnir hafi einnig stefnt Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra sem og Íslenska ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×