Innlent

Óvænt heimsókn á lögreglustöð: Klipptu handjárn af stúlku

„Maður hefur svo sem heyrt brandarann áður," segir varðstjóri lögreglunnar á Vestfjörðum, en þeir fengu óvænt og sérkennilega heimsókn seint í gærkvöldi þegar par gekk þar inn. Í ljós kom að stúlkan var handjárnuð og þau höfðu týnt lyklunum.

Að sögn varðstjórans pössuðu lyklar lögreglunnar ekki að handjárnunum, þar sem ekki var um að ræða hefðbundin lögregluhandjárn.

Lögreglan brá því á það ráð að sækja klippur sem hingað til hafa verið notaðar til þess að klippa steypujárn. Því var það létt verk að losa handjárnin af stúlkunni.

Parið útskýrði ekki hvernig málið atvikaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×