Innlent

Amnesty International: Bréf til bjargar

Ár hvert stendur Amnesty International fyrir bréfamaraþoni á alþjóðlega mannréttindadaginn 10. desember. Í tilkynningu frá samtökunum er minnt á að við eigum öll öflugt vopn í baráttunni fyrir mannréttindum, nafnið okkar. „Því getum við beitt til að hafa jákvæð áhrif á líf þeirra sem brotið er á,“ segir einnig.

Þá segir að Íslandsdeild Amnesty International hvetji fólk til að taka þátt og skrifa kveðjur til þolenda mannréttindabrota og þrýsta á stjórnvöld að virða mannréttindi. „Ljóst er að bréfin hafa vigt og hver undirskrift er lóð á vogarskálar mannréttindabaráttunnar.  Opið hús verður laugardaginn 10. desember frá kl.13-18 á skrifstofu Íslandsdeildarinnar Amnesty International að Þingholtsstræti 27, Reykjavík. Gestum gefst kostur á að skrifa undir áköll til yfirvalda og senda kveðjur til fórnarlamba mannréttindabrota. Tónlistafólkið Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur koma fram.

Á síðasta ári voru í kjölfar bréfamaraþonsins send rúmlega 3.000 bréf frá Íslandi. Slíkur fjöldi bréfa og korta skapar verulegan þrýsting á stjórnvöld. Í fyrra þrýsti íslenskur almenningur á stjórnvöld víða um heim vegna mála sex einstaklinga. Fimm þeirra fengu að hluta eða öllu leyti lausn sinna mála í kjölfar bréfaskrifanna.“

Nánar um bréfamaraþon Amnesty International:

Bréfamaraþonið fer fram um land allt í kringum 10. desember. Íslandsdeild Amnesty International biður fólk að gefa eina til tvær klukkustundir af tíma sínum í þágu þolenda mannréttindabrota á þeim stað sem næstur þeim er.

Dagskrá bréfamaraþons Amnesty International 2011

Reykjavík, Skrifstofa Íslandsdeildar Amnesty International Þingholtsstræti 27, þriðju hæð laugardaginn 10.desember frá 13 til 18.

Reykjavík Miðbær, á Borgarbókasafni Reykjavíkur 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjavík Grafarvogur, á Foldasafni 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjavík Gerðuberg, á Gerðubergssafni 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Ísafjörður, í Edinborgarhúsinu 10. desember frá 14 til 17.

Egilsstaðir, í Húsi Handanna (Nían) 10. desember frá 10 til 17 og á Jólakettinum í Barra 17. desember frá 11 til 17.

Akureyri, á Amtsbókabókasafninu 10. desember frá 11 til 16.

Vestmannaeyjar, á bókasafni Vestmannaeyja frá 2.til 10. desember á opnunartíma safnsins.

Akranes, á Bókasafni Akraness frá 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Reykjanesbær, á bókasafninu í Reykjanesbæ 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Grindavík, á Bókasafninu í Grindavík frá 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Selfoss, á Bókasafninu á Selfossi 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.

Hafnarfjörður, á Bókasafninu í Hafnarfirði 4. til 14. desember á opnunartíma safnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×