Andy Gray hefur verið rekinn frá Sky Sports en hann hefur verið aðalsérfræðingur stöðvarinnar á leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í langan tíma. Gray er mjög þekktur meðal íslenska knattspyrnuáhugamanna og hefur komið hingað til lands í tengslum við starf sitt hjá Sky.
Gray var rekin fyrir ummæli sín sem náðust á upptöku þegar Gray var að tala við Richard Keys fyrir útsendingu á leik Wolves og Liverpoolá laugardaginn. Þeir voru þá að ræða um Sian Massey aðstoðardómara sem var aðstoðardómari í leiknum.
Massey var á línunni í leik Liverpool og Wolves á laugardaginn en í spjalli sín á milli fyrir leikinn lýstu þeir Gray og Keys vonbrigðum sínum með að kona væri í dómarateymi leiksins.Þetta sögðu þeir að vísu ekki í beinni útsendingu en ummælin náðust á upptöku sem síðar var lekið í fjölmiðla.
Meðal þess sem þeir sögðu var að einhver þyrfti að kenna Massey rangstöðuregluna og að það væri fullvíst að hún myndi valda einhverjum vandræðum í leiknum.
Massey, sem er 25 ára gömul, stóð sig hins vegar vel á leiknum og reyndist hafa rétt fyrir sér að flagga ekki rangstöðu á Raul Meireles í aðdraganda fyrsta marks Liverpool í leiknum.
Andy Gray rekinn frá Sky Sports
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Fylkir og Valur í formlegt samstarf
Körfubolti




Pedro skaut Chelsea í úrslitin
Fótbolti



Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar
Íslenski boltinn
